Miðlunartillagan stenst að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. 31.1.2023 12:33
Rafmagn fór líklega af í Eyjum vegna bilunar í tengimúffu Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í eyjunni í um klukkustund. Þegar ljóst varð að bilunin væri umfangsmeiri en áætlað var var ákveðið að setja Vestmannaeyjastreng 1 í rekstur. 31.1.2023 11:56
Jaafar Jackson fetar í fótspor frænda í nýrri kvikmynd Hinn 26 ára gamli Jaafar Jackson mun feta í fótspor föðurbróður síns, Michael Jackson, í kvikmynd sem gera á um lífshlaup poppkóngsins. 31.1.2023 11:48
Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. 31.1.2023 11:13
Priscilla rengir lögmæti erfðaskrár Lisu Marie Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis Presley, hefur mótmælt því formlega að erfðaskrá dóttur þeirra Lisu Marie verði tekin gild. Hún segir ýmislegt við erfðaskrána bogið. 31.1.2023 10:50
Leitar að hjólastólavænum bíl fyrir brottvísanir Ríkislögreglustjóri bindur vonir við að embættið geti fest kaup á eða leigt bifreið, sem hentar fólki sem notast við hjólastól, á fyrri hluta þessa árs. Slíka bifreið sé nauðsynlegt fyrir embættið að hafa þurfi það að flytja einstaklinga í hjólastól. 31.1.2023 10:31
Veðrið versni mjög eftir hádegi Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna slæmrar veðurspár. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi nánast á landinu öllu klukkan tólf á morgun. Veðurfræðingur segir að veðrið taki að versna mjög hratt eftir hádegi. 29.1.2023 23:01
Kallar eftir fundi með lögreglu og vill hraðamyndavél á Norðurströnd Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi mun óska eftir fundi með lögreglunni strax í fyrramálið vegna alvarlegs bílslyss sem varð í bænum á föstudag. Bæjarbúar vilja að gripið verði til aðgerða til að koma í veg fyrir hraðakstur, til dæmis með uppsetningu hraðamyndavélar. 29.1.2023 22:16
Vilja að Guðmundur Ingi beiti sér gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara Formaður Eflingar krefst þess að vinnumarkaðsráðherra beiti sér gegn umdeildri miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Ráðherra neyddist þó til að fresta fundi með formanninum sem halda átti í fyrramálið. 29.1.2023 19:15
Ráðherra fundar með Eflingu í fyrramálið Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hefur boðað forystu Eflingar á fund til sín klukkan 08:30 í fyrramálið. 29.1.2023 15:38
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent