Leit stendur enn yfir að byssumanninum í Maine Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2023 08:29 Lögregla leitaði Card í alla nótt. AP Photo/Steven Senne Mannsins, sem skaut átján til bana og særði þrettán í Lewiston á miðvikudagskvöld, er enn leitað. Lögregla leitaði hús úr húsi í heimabæ mannsins í gærkvöldi. Maðurinn sem grunaður er um skotárásina heitir Robert Card, er fertugur og sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Lögregla segir Card hafa lagst inn á geðdeild í tvær vikur í sumar. Hann starfar sem liðþjálfi í varaliðabúðum bandaríska hersins í Maine. Í gærkvöldi sat lögregla um hús fjölskyldu Cards í bænum Bowdoin, sem er næsti bær við Lewiston, í meira en tvær klukkustundir. Fulltrúar Alríkislögreglunnar FBI kölluðu í gjallarhorn að Card ætti að ganga út með hendur fyrir ofan höfuð en hvorki hann né nokkur annar reyndist inni á heimilinu. Kvöldið sem hann framdi skotárásina var leið hans frá árásarstað rakin til bæjarins Lisbon, um ellefu kílómetra í suðaustur átt. Þar fann lögreglan hvítan jeppling sem Card var talinn hafa notað til að flýja. Bílnum hafði verið lagt við bryggju í ánni Androscoggin. Lögreglu grunar að Card hafi skilið jeppann eftir og siglt áfram á einum þriggja báta í hans eigu. Skotvopnalöggjöfin í Maine er lítil sem engin og talið er að um helmingur fullorðinna búi á heimilum þar sem finna má skotvopn. Fólk þarf hvorki leyfi til að kaupa né ganga með skotvopn í ríkinu. Þá gilda þar ekki svokölluð „rauðra-flagga“ lög (e. red flag laws) eins og í sumum öðrum ríkjum, sem gera lögreglu kleift að taka skotvopn af fólki tímabundið ef það er talið hættulegt sér eða samfélaginu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02 Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32 Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um skotárásina heitir Robert Card, er fertugur og sagður eiga við geðrænan vanda að stríða. Lögregla segir Card hafa lagst inn á geðdeild í tvær vikur í sumar. Hann starfar sem liðþjálfi í varaliðabúðum bandaríska hersins í Maine. Í gærkvöldi sat lögregla um hús fjölskyldu Cards í bænum Bowdoin, sem er næsti bær við Lewiston, í meira en tvær klukkustundir. Fulltrúar Alríkislögreglunnar FBI kölluðu í gjallarhorn að Card ætti að ganga út með hendur fyrir ofan höfuð en hvorki hann né nokkur annar reyndist inni á heimilinu. Kvöldið sem hann framdi skotárásina var leið hans frá árásarstað rakin til bæjarins Lisbon, um ellefu kílómetra í suðaustur átt. Þar fann lögreglan hvítan jeppling sem Card var talinn hafa notað til að flýja. Bílnum hafði verið lagt við bryggju í ánni Androscoggin. Lögreglu grunar að Card hafi skilið jeppann eftir og siglt áfram á einum þriggja báta í hans eigu. Skotvopnalöggjöfin í Maine er lítil sem engin og talið er að um helmingur fullorðinna búi á heimilum þar sem finna má skotvopn. Fólk þarf hvorki leyfi til að kaupa né ganga með skotvopn í ríkinu. Þá gilda þar ekki svokölluð „rauðra-flagga“ lög (e. red flag laws) eins og í sumum öðrum ríkjum, sem gera lögreglu kleift að taka skotvopn af fólki tímabundið ef það er talið hættulegt sér eða samfélaginu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02 Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32 Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Leit að byssumanni í Maine ekki enn borið árangur Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær. 26. október 2023 23:02
Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. 26. október 2023 12:32
Allt að 22 sagðir látnir eftir skotárás í Maine Að minnsta kosti sextán eru látnir og fleiri særðir eftir skotárásir í keilusal og bar í Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Svo virðist sem um tvær árásir sé að ræða af höndum sama einstaklingsins. 26. október 2023 07:31