Útboð sýnir að orkuverð mun hækka á næstu árum Framvirka kúrfan sem teiknaðist upp í raforkuútboði í fyrr í mánuðinum sýnir „svo ekki verður um villst“ að orkuverð mun hækka á næstu árum. Raforkukerfið hér á landi er að óbreyttu fullselt til næstu ára, segir hagfræðingur. 29.4.2024 15:00
Skerðingar á raforku lagast vonandi hratt þegar „vorleysingar hefjast fyrir alvöru“ Landsvirkjunar, sem hefur orðið að grípa til skerðinga á afhendingu á raforku í vetur, er farin að sjá merki þess að farið sé að vora. Staða skerðinga mun vonandi breytast hratt „þegar hlýna tekur og vorleysingar hefjast fyrir alvöru.“ Undanfarið hafa hlýindi skilað auknu innrennsli, til dæmis á vatnasvæði Tungnár þar sem það hefur nær þrefaldast á skömmum tíma, en Hálslón sé hins vegar önnur saga. 29.4.2024 12:17
Metur Sýn 40 prósent yfir markaðsvirði Mikið aðhald hefur einkennt reksturinn hjá Sýn undanfarið og er það auðséð á ársuppgjöri, segir í verðmati sem lækkaði um nærri tólf prósent. Það er þó umtalsvert yfir markaðsverði. 26.4.2024 16:33
Heilbrigðistryggingafélag tekur lyf Alvotech upp á sína arma Bandaríska heilbrigðistryggingafélagið Cigna hyggst bjóða upp á líftæknilyfjahliðstæður af gigtarlyfinu Humira án þess að viðskiptavinir þurfi að greiða sérstaklega fyrir lyfið. Alvotech, sem er býður upp á slíkt lyf, hefur hækkað um 3,7 prósent það sem af er degi. 26.4.2024 12:13
Léttir fyrir markaðinn en „erfiði kaflinn“ við að ná niður verðbólgu að hefjast Það var léttir fyrir skuldabréfamarkaðinn að sjá mælda verðbólgu í apríl í lægri mörkum væntinga, segir fjárfestingastjóri, og verðbólguálag lækkaði um 0,15 til 0,2 prósentustig. Sérfræðingar telja að stýrivextir Seðlabankans verði ekki lækkaðir í maí en líkur hafi aukist á að þeir lækki í ágúst. Erfiði kaflinn í baráttunni við verðbólguna sé fram undan. „Við þurfum því að sjá meiri hjöðnun verðbólgu til að vextir geti lækkað eitthvað að ráði,“ að mati sjóðstjóra. 24.4.2024 16:14
Alfa Framtak áhugasamt um kaup á hlut í KEA hótelum Alfa Framtak er á meðal þeirra sem boðið hafa í hlut Landsbankans í KEA hótelum, einni stærstu hótelkeðju landsins, samkvæmt heimildum Innherja. Eftir því sem næst verður komist styttist í að einkaviðræður hefjist við mögulegan kaupanda. 24.4.2024 12:10
Erlend fjárfesting í sprotafyrirtækjum jókst mikið og nam 28 milljörðum Formaður Framvís, samtaka engla- og vísifjárfesta, segir að nýsköpunarfyrirtækjum hafi gengið vel að fá erlent fjármagn á undanförnum árum. Þau fengu samanlagt um 27,7 milljarða króna fjármögnun frá erlendum vísisjóðum og englafjárfestum í fyrra og jókst fjárhæðin um nærri 17 milljarða króna á milli ára. Á sama tíma drógu innlendir vísisjóðir úr fjárfestingum eftir sögulegan uppgang árin 2021 og 2022. 23.4.2024 19:45
Vanskil fyrirtækja „ekki til marks um almenna breytingu“ hjá viðskiptavinum Íslandsbanki hefur ekki fundið fyrir mikilli aukningu í vanskilum hjá fyrirtækjum á undanförnum mánuðum, hvorki lengri né skemmri tíma vanskilum, segir fjármálastjóri Íslandsbanka. Heildarvanskil hjá fyrirtækjum í viðskiptum við Landsbankans hafa lítið eitt aukist frá áramótum en breytingin er „óveruleg og er ekki til marks um almenna breytingu hjá okkar viðskiptavinum.“ 23.4.2024 18:01
Skráning Oculis á Aðalmarkað má rekja til áhuga frá fjárfestum Skráning augnlyfjaþróunarfélagsins Oculis í Kauphöll Íslands er viðbragð við áhuga frá innlendum fjárfestum og byggð á óskum hluthafa, segir framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu. Mögulega mun fyrirtækið byrja að afla tekna árið 2026. Hann segir að það sé unnið að því að auka veltu með hlutabréfin á Nasdaq. Hún hafi verið að aukast og við það verði verðmyndun vonandi betri en markaðurinn ráði verðinu þegar öllu sé á botninn hvolft. 23.4.2024 14:24
Lífeyrissjóðir verða ekki hlutlausir fjárfestar, segir formaður Gildis Haft hefur verið á orði að lífeyrissjóðir eigi að láta einkafjárfestum eftir að leiða þau fyrirtæki sem fjárfest er í. Stjórnarformaður Gildis segir að í ljósi þess hve umsvifamiklir lífeyrissjóðir séu á hlutabréfamarkaði hérlendis muni þeir gegna veigameira hlutverki en að vera hlutlaus fjárfestir. 22.4.2024 19:18