Raungengi krónunnar lítillega yfirverðlagt að mati AGS og Seðlabankans Þótt raungengi krónunnar sé búið að rísa hratt að undanförnu, sem hefur þrengt nokkuð að samkeppnishæfni margra útflutningsfyrirtækja, þá er það aðeins nokkrum prósentum hærra en nemur nýlegi mati Seðlabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á jafnvægisraungenginu. Með hliðsjón af því er ekki endilega líklegt að mikil leiðrétting verði á genginu á næstunni. 23.9.2025 12:33
Næst stærsti hluthafinn heldur áfram að stækka stöðuna í Eik Brú lífeyrissjóður hefur haldið áfram á síðustu vikum að bæta við sig bréfum í Eik en frá áramótum hefur sjóðurinn stækkað eignarhlut sinn í fasteignafélaginu um liðlega fimmtung. 22.9.2025 15:51
Erlend staða íslenska þjóðarbúsins ein sú besta meðal ríkja í Evrópu Aðeins fáein Evrópuríki geta státað sig af því að vera með sterkari erlenda stöðu í samanburði við Ísland en hrein eignastaða þjóðarbúsins í hlutfalli við landsframleiðslu hefur núna haldist yfir 40 prósent frá ársbyrjun 2024. Áratugur er liðin síðan Ísland náði þeim áfanga að vera hreinn útflytjandi fjármagns og hefur það meðal annars átt ríkan þátt í meiri stöðugleika íslensku krónunnar. 22.9.2025 14:29
Mæla með markaðsleyfi í Evrópu fyrir tvær nýjar hliðstæður frá Alvotech Lyfjastofnun Evrópu hefur ákveðið að mæla með því að veita markaðsleyfi fyrir tvær fyrirhugaðar líftæknilyfjahliðstæður sem Alvotech hefur þróað og framleitt. 22.9.2025 10:59
Röng og „tilefnislaus aðdróttun“ að SKE hafi verið blekkt til sáttaviðræðna Það er „einfaldlega óumdeild staðreynd“ að markaður fyrir flutningstöp hefur aldrei áður verið skilgreindur hér á landi, að sögn Landsvirkjunar, og ekkert í innanhúsgögnum fyrirtækisins gaf „minnsta tilefni“ til að sjá fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi álíta kaup Landsnets sem sérstakan markað. Landsvirkjun hefur kært ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta orkufyrirtækið vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum en í bréfi lögmanns þess segir að ályktanir eftirlitsins um að Landsvirkjun hafi af ásetningu brotið gegn banni við markaðsráðandi stöðu vera „einstaklega ámælisverðar.“ 21.9.2025 12:53
Ávöxtun á íslenska markaðinum síðustu ár verið undir áhættulausum vöxtum Ef litið er til gengisþróunar Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá árslokum 2019 þá hefur íslenski markaðurinn setið verulega eftir í samanburði við helstu hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantshafsins og ávöxtunin jafnvel verið undir áhættulausum vöxtum á tímabilinu. 18.9.2025 11:30
Hrókeringar hjá bönkunum og Sverrir tekur við veltubók ISB Íslandsbanki hefur gengið frá ráðningu á nýjum forstöðumanni veltubókar bankans, sem kemur frá Landsbankanum, en Ármann Einarsson hefur stýrt því sviði undanfarin ár. 17.9.2025 12:10
Rekstrarkostnaður Ljósleiðarans hækkaði þegar leiðrétt er fyrir eignfærslu launa Þegar leiðrétt er fyrir eignfærslu á launakostnaði, sem hækkaði á milli ára þrátt fyrir fækkun ársverka og verulegs samdráttar í fjárfestingu, þá jukust raunveruleg rekstrargjöld Ljósleiðarans á fyrri árshelmingi 2025, ólíkt því sem mátti skilja af nýlegum árshlutareikningi. 16.9.2025 16:56
Stoðir horfa til skráningar í lok ársins og gætu sótt sér allt að 15 milljarða Eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins skoðar nú þann möguleika ef aðstæður reynast hagfelldar að ráðast í skráningu í Kauphöllina innan fárra vikna en áform Stoða gera þá ráð fyrir að sækja sér á annan tug milljarða í aukið hlutafé frá nýjum fjárfestum. Búið er að ganga frá ráðningu á fjórum fjármálafyrirtækjum til að vera Stoðum til ráðgjafar við þá vinnu. 16.9.2025 11:49
Hækkun veiðigjalda mun setja „töluverða pressu“ á framlegðarhlutfall Brims Áhrifin af hækkun veiðigjalda munu þýða að EBITDA-hlutfall Brims lækkar nokkuð á komandi árum og nálgast um fimmtán prósent, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu á félaginu, en líklegt er að stjórnendum takist smám saman að snúa við þeirri þróun með markvissum hagræðingaraðgerðum. Með auknum veiðigjöldum, hækkandi kolefnissköttum og skerðingum í aflamarkaði þá kæmi ekki á óvart ef eldri og óhagkvæmari skipum yrði lagt innan fárra ára. 15.9.2025 17:07