Sveindís snýr aftur í landsliðið en Agla María ekki með Sveindís Jane Jónsdóttir snýr aftur í íslenska fótboltalandsliðið sem mætir Serbíu í tveimur leikjum í umspili Þjóðadeildarinnar síðar í þessum mánuði. 9.2.2024 13:10
Tíu bestu liðin (1984-2023): ÍA 1993 | Hinir ósnertanlegu ÍA varð Íslandsmeistari með gríðarlegum yfirburðum 1993 og vann bikarkeppnina að auki. Skagamenn jöfnuðu stigamet og fjölga þurfti leikjum um níu til að markamet þeirra yrði slegið. ÍA kórónaði svo frábært tímabil með glæstum sigri á Hollandsmeisturum Feyenoord þar sem Ólafur Þórðarson skoraði frægt skallamark. 9.2.2024 11:00
Tíu bestu liðin (1984-2023): FH 2005 | Skrifað í sögu stórum stöfum FH varð Íslandsmeistari annað árið í röð undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. FH-ingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu fimmtán leiki sína og tryggðu sér titilinn með sigri á sínum helsta andstæðingi. Tryggvi Guðmundsson og Auðun Helgason sneru heim með sannkölluðum glæsibrag og áttu frábært tímabil. 9.2.2024 10:00
Leclerc ósáttur við að fá Hamilton sem liðsfélaga Charles Leclerc ku hafa verið vonsvikinn þegar hann komst að því að Lewis Hamilton yrði liðsfélagi hans hjá Ferrari frá og með tímabilinu 2025. 8.2.2024 16:31
Meiddist í fimm mínútna endurkomunni gegn Arsenal Það á ekki af Thiago, miðjumanni Liverpool, að ganga. Hann var ekki fyrr kominn aftur á völlinn þegar hann meiddist. 8.2.2024 16:02
Ceferin býður sig ekki aftur fram sem forseti UEFA Aleksander Ceferin ætlar ekki að bjóða sig fram til endurkjörs sem forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. 8.2.2024 13:34
Pillur afa hafi laumast í eftirrétt Valievu Rússneska skautakonan Kamila Valieva, sem var dæmd í fjögurra ára bann fyrir ólöglega lyfjanotkun, hefur komið með útskýringu á því hvað hafi getað valdið því að hún féll á lyfjaprófi. 8.2.2024 11:30
Tíu bestu liðin (1984-2023): Víkingur 2023 | Héldu áfram að skína Víkingur vann tvöfalt í annað sinn á þremur árum undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Víkingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu átta leiki sína, fengu bara tvö mörk á sig í þeim og urðu Íslandsmeistarar þegar fjórar umferðir voru eftir. Þeir fengu ellefu stigum meira en næsta lið. Víkingur varð einnig bikarmeistari fjórða sinn í röð. 8.2.2024 10:01
Stjóri Roma kallaði Lukaku og Paredes heimska Daniele De Rossi, knattspyrnustjóri Roma, var ekki sáttur við tvo leikmenn sína þrátt fyrir stórsigur á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni á mánudaginn. 7.2.2024 16:01
Juventus hefur áhuga á Alberti Ítalska stórliðið Juventus hefur áhuga á Alberti Guðmundssyni sem hefur leikið svo vel með Genoa í vetur. 7.2.2024 13:00