Umfjöllun og myndir: Stjarnan - Valur 20-27 | Valskonur í úrslit í fimmta sinn í röð Valur er kominn í úrslit Olís-deildar kvenna í handbolta í fimmta sinn í röð eftir sigur á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld, 20-27. Valskonur unnu einvígið, 3-1, eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli. Valur mætir annað hvort ÍBV eða Haukum í úrslitum. 6.5.2023 19:00
Raunir Knicks-manna taka enda: „Þvílík búbót fyrir okkur sem hafa þraukað þessa eyðimerkurgöngu“ Eftir miklar raunir og mörg ár af rugli er aftur gaman að halda með New York Knicks. Stuðningsmaður liðsins segir dásamlegt að Knicks sé komið aftur í baráttuna á toppnum í NBA og aðdáendum þyki vænt um þetta harðgerða lið sem hefur spilað svo vel í vetur. 6.5.2023 08:00
Engin framtíð fyrir Weghorst hjá United Það kemur kannski fáum á óvart að Manchester United hafi ákveðið að kaupa ekki Wout Weghorst eftir tímabilið. Hollenski framherjinn hefur aðeins skorað tvö mörk fyrir United. 5.5.2023 17:00
KA missir færeyskar spænir úr aski sínum Báðir færeysku landsliðsmennirnir sem hafa leikið með KA undanfarin ár eru farnir frá félaginu. Þetta eru hornamaðurinn Allan Norðberg og markvörðurinn Nicholas Satchwell. 5.5.2023 14:01
Tryggvi Garðar úr rauðu í blátt Handboltamaðurinn Tryggvi Garðar Jónsson er genginn í raðir Fram frá Val. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Fram. 5.5.2023 10:48
Birna Berg handarbrotin: „Vona ég finni einhverja töfralausn á Google til að laga þetta“ Birna Berg Haraldsdóttir, leikmaður ÍBV, er handarbrotin. Þrátt fyrir það vonast hún til að geta tekið þátt í úrslitum Olís-deildar kvenna, komist Eyjakonur þangað. 5.5.2023 10:30
Handboltaóðar Færeyjar: „Væri ótrúlega skemmtilegt að lenda með Íslandi í riðli“ Þetta var alltaf markmiðið segir leikmaður færeyska karlalandsliðsins í handbolta sem tryggði sér í fyrsta sinn sæti á stórmóti um helgina. Færeyinga langar að lenda með Íslendingum í riðli á EM á næsta ári. 5.5.2023 10:01
PSG fordæmir stuðningsmennina sem sátu um heimili Neymars Paris Saint-Germain hefur fordæmt þá stuðningsmenn sem söfnuðust saman fyrir utan heimili hans og hvöttu hann til að yfirgefa félagið. 4.5.2023 14:31
„Óábyrgt að halda áfram á sömu braut og treysta á guð og lukkuna“ Talsverðar breytingar verða á handboltaliðum Stjörnunnar á næsta tímabili enda þarf félagið að sníða sér stakk eftir vexti eftir að aðalstyrktaraðilinn hvarf á braut. 4.5.2023 13:30
Fjórði leikmaður Arsenal sem slítur krossband í vetur Laura Wienroither, leikmaður Arsenal, sleit krossband í hné í leiknum gegn Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu. Hún er fjórði leikmaður Arsenal sem slítur krossband í hné á tímabilinu. 4.5.2023 12:36