Spilaði nánast allan leikinn þrátt fyrir að hafa fengið harmafregn kvöldið áður Þrátt fyrir að hafa fengið fregnir af andláti afa síns nokkrum klukkutímum fyrir viðureignina gegn Bandaríkjamönnum spilaði Walesverjinn Neco Williams nær allan leikinn og stóð sig með prýði. 22.11.2022 14:01
Sigur Sádanna sá óvæntasti í sögu HM Sigur Sádí-Arabíu á Argentínu eru óvæntustu úrslit í sögu heimsmeistaramóts karla í fótbolta samkvæmt útreikningum Gracenote tölfræðiþjónustunnar. 22.11.2022 13:30
Leyfði sínum mönnum að hlakka til: „Reyndi ekkert að kæfa þennan leik algjörlega“ Þrátt fyrir að Valur mæti einu sterkasta liði heims, Flensburg, í Evrópudeildinni í handbolta karla í kvöld segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistaranna, að þeir muni ekki gefa neinn afslátt af sínum gildum eða breyta út af sínum vanabundna leikstíl. 22.11.2022 09:11
Spenntur fyrir stærsta leiknum á ferlinum: „Algjör draumur“ Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, segir að leikurinn gegn Flensburg annað kvöld sé sá stærsti á ferlinum og tilhlökkunin fyrir hann sé mikil. Hann vonast til að góð frammistaða í Evrópudeildinni hjálpi sér að taka næsta skref á ferlinum. 21.11.2022 23:01
Englendingar sögðu sex í fyrsta leiknum Englendingar hófu heimsmeistaramótið í Katar með 6-2 stórsigri á Írönum í B-riðli. Bukayo Saka skoraði tvö mörk og Jude Bellingham, Raheem Sterling, Marcus Rashford og Jack Grealish skoruðu mörk Englands en Mehdi Taremi bæði mörk Írans. 21.11.2022 15:10
Engin ást hjá enskum og fleirum: Verða ekki með fyrirliðabandið Harry Kane, fyrirliði enska fótboltalandsliðsins, verður ekki með „OneLove“ fyrirliðbandið í leiknum gegn Íran á HM í Katar á eftir. Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest þetta. 21.11.2022 10:09
„Núna erum við með Julio en vorum með Bjarna sjúkraþjálfara í vörninni í fyrra“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var léttur í lund eftir sigurinn á Njarðvík, 91-88, í Smáranum í kvöld. 20.11.2022 22:58
Sneri aftur eftir að hafa greinst með krabbamein: „Varð að vera sterk og komast yfir þessa hindrun“ Samira Suleman, leikmaður ÍA, greindist með æxli í maga fyrir nokkrum árum. Þá lék hún með Víkingi Ólafsvík og fótboltasamfélagið á Snæfellsnesi tók höndum saman og hjálpaði henni í þessari erfiðu baráttu. Samira stóð uppi sem sigurvegari, sneri aftur á völlinn og varð fyrr á þessu ári fyrsta konan frá Gana til að útskrifast með UEFA B þjálfararéttindi. 20.11.2022 22:31
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 91-88 | Blikar áfram rjúkandi heitir Annan heimaleikinn í röð vann Breiðablik sterkan sigur á Suðurnesjaliði. Að þessu sinni sigruðu Blikar Njarðvíkinga, 91-88, og jöfnuðu þar með Valsmenn að stigum á toppi Subway-deildar karla. 20.11.2022 22:05
„Núna er mér alveg drullusama um þetta undir lokin“ Jónatan Magnússon, þjálfari KA, var skýjum ofar eftir sigurinn á Fram í Úlfarsárdalnum í dag, 30-31. KA-menn voru sterkari aðilinn í leiknum en voru nálægt því að kasta sigrinum frá sér undir lokin. 19.11.2022 19:17