Anna Hildur og Þráinn vilja áfram leiða SÁÁ Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður hafa tilkynnt að þau gefi kost á sér til að halda áfram á næsta aðalfundi samtakanna. 17.5.2022 14:36
Utanríkismálanefnd misvel til fara á fundi utanríkisráðherra Eista Utanríkismálanefnd er nú í heimsókn í eistneska þinginu en svo bagalega vildi til að töskur nefndarmanna týndust í fluginu og íslensku fulltrúarnir eru því ekki eins vel til höfð og til stóð. 17.5.2022 11:25
„Landabruggarinn“ Gísli Einarsson segist ekki auglýsa viskí Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, segir að umfjöllun hans um Reyka-viskí sé ekki áfengisauglýsing heldur sé um að ræða nýsköpun og áhugavert umfjöllunarefni sem slíkt. 17.5.2022 10:15
Segir barlóm blóðmerabónda ekki standast og ásakanir fráleitar Arnþór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka furðar sig á alvarlegum ásökunum sem Sigríður Jónsdóttir blóðmerabóndi í Arnarholti setti fram í Bændablaðinu; hann segir þær algerlega úr lausu lofti gripnar. 16.5.2022 11:51
Pawel segir Viðreisn vilja í starfhæfan meirihluta Pawel Bartoszek datt út úr borgarstjórn í nýafloknum sveitarstjórnarkosningum. Hann var annar maður á lista Viðreisnar sem náði einungis einum manni inn. Hann segir að ekki fyrirfinnist sá stjórnmálamaður sem er sáttur við að fá minna fylgi en síðast. 15.5.2022 15:26
Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15.5.2022 13:36
„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15.5.2022 12:02
Pólitíkin gefandi, skemmtileg, skemmandi og ljót Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem leiddi Miðflokkinn í Kópavogi í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, kveður pólitíkina í Kópavogi. Hún segist nú frjáls. 15.5.2022 11:01
Píratar kæra Framsókn fyrir áróður á kjörstað Risastórar kosningaauglýsingar frá Framsóknarflokki við kjörstað stangast gróflega á við lög að mati Indriða Inga Stefánssonar verkefnisstjóra kosningaeftirlits Pírata. 13.5.2022 15:53
Borgarstjóri segir önnur sveitarfélög hafa brugðist í húsnæðiskrísunni Fyrirliggjandi er að helstu mál fyrir sveitarstjórnarkosningar á morgun hvað Reykjavíkurborg varðar er tvö: Húsnæðismál og samgöngumál. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ábyrgð annarra sveitarfélaga mikla því þau hafi látið Reykjavík draga þann vagn eina að byggja fyrir hina tekjulægstu. 13.5.2022 14:16