Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2022 14:35 Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. Bjarni segir að hann hafi tekið eftir því að tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. „Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Í grein sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi í tilefni fréttarinnar er ljóst að hann tekur sjónarmið Bjarna til sín og hefur til marks um að Bjarni vilji Sósíalistaflokkinn feigan. Hann kvarti þegar Sósíalistaflokkurinn fær styrk, „enda er það flokkur sem auðvaldinu, sem Bjarni þjónar og tilheyrir, stendur ógn af,“ segir Gunnar Smári í pistli sínum. Þær stjórnmálahreyfingar sem ekki ná manni inn á þing en ná hins vegar 2,5 prósentum eða meiru í Alþingiskosningum (Sósíalistaflokkurinn hlaut 4,1 prósent) njóta styrkja. Gunnar Smári segir þann styrk nýttan í að sinna grasrótarstarfi og efla lýðræðislegri umræðu – ekki til að fóðra sig. „Sósíalistar hafa lýst andstöðu við háa styrki til stjórnmálahreyfinga. Þær hafa leitt til klíkuvæðingar innan flokka, þar sem forysta er ekki háð grasrót flokkanna um fjárhagsstuðning. Áhrif þessa má sjá á mörgum flokkum, ég nefni Vg þar sem forystan hefur í raun umbreytt flokknum á fáeinum árum. Önnur dæmi eru flokkar sem eru varla með félaga og virðast ekki sækjast eftir félögum; svo sem Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn. En meðan stjórnmálahreyfingar eru styrktar á annað borð dregur það ekki úr skaðsemi styrkjanna að klippa burt smærri hreyfingar en halda áfram að styrkja þær stærri rausnarlega, heldur eykur það enn á skaðann,“ segir Gunnar Smári. Uppfært 17. ágúst kl. 10:50 Ath! Eftir að þessi frétt birtist hefur komið til harðra skoðanaskipta milli þeirra Bjarna Benediktssonar og Gunnar Smára Egilssonar. Bjarni henti á loft fyrirsögn fréttarinnar, „Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan“ en Gunnar Smári hefur í grein bent á að hann hafi aldrei haldið slíku fram. Blaðamaður fellst fúslega á að hann teygði sig of langt þegar hann reyndi að fleyga orð Gunnars Smára í fyrirsögn og biður hlutaðeigandi og lesendur velvirðingar á því. Það er hins vegar metið svo, á ritstjórn, að ekki sé rétt að breyta fyrirsögninni; á þeim forsendum að það kynni að auka flækjustig umræðunnar enn og að óþörfu. Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Bjarni segir að hann hafi tekið eftir því að tiltölulega nýstofnaðir flokkar hafa búið að tugmilljóna sjóðum. „Þá vekur einnig athygli hve ríflegur stuðningur er við stjórnmálaflokka sem engan fulltrúa fá kjörinn á Alþingi í kosningum,“ sagði Bjarni í svari við fyrirspurn Vísis. Í grein sem Gunnar Smári ritar og birtir á Vísi í tilefni fréttarinnar er ljóst að hann tekur sjónarmið Bjarna til sín og hefur til marks um að Bjarni vilji Sósíalistaflokkinn feigan. Hann kvarti þegar Sósíalistaflokkurinn fær styrk, „enda er það flokkur sem auðvaldinu, sem Bjarni þjónar og tilheyrir, stendur ógn af,“ segir Gunnar Smári í pistli sínum. Þær stjórnmálahreyfingar sem ekki ná manni inn á þing en ná hins vegar 2,5 prósentum eða meiru í Alþingiskosningum (Sósíalistaflokkurinn hlaut 4,1 prósent) njóta styrkja. Gunnar Smári segir þann styrk nýttan í að sinna grasrótarstarfi og efla lýðræðislegri umræðu – ekki til að fóðra sig. „Sósíalistar hafa lýst andstöðu við háa styrki til stjórnmálahreyfinga. Þær hafa leitt til klíkuvæðingar innan flokka, þar sem forysta er ekki háð grasrót flokkanna um fjárhagsstuðning. Áhrif þessa má sjá á mörgum flokkum, ég nefni Vg þar sem forystan hefur í raun umbreytt flokknum á fáeinum árum. Önnur dæmi eru flokkar sem eru varla með félaga og virðast ekki sækjast eftir félögum; svo sem Flokkur fólksins, Píratar og Viðreisn. En meðan stjórnmálahreyfingar eru styrktar á annað borð dregur það ekki úr skaðsemi styrkjanna að klippa burt smærri hreyfingar en halda áfram að styrkja þær stærri rausnarlega, heldur eykur það enn á skaðann,“ segir Gunnar Smári. Uppfært 17. ágúst kl. 10:50 Ath! Eftir að þessi frétt birtist hefur komið til harðra skoðanaskipta milli þeirra Bjarna Benediktssonar og Gunnar Smára Egilssonar. Bjarni henti á loft fyrirsögn fréttarinnar, „Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan“ en Gunnar Smári hefur í grein bent á að hann hafi aldrei haldið slíku fram. Blaðamaður fellst fúslega á að hann teygði sig of langt þegar hann reyndi að fleyga orð Gunnars Smára í fyrirsögn og biður hlutaðeigandi og lesendur velvirðingar á því. Það er hins vegar metið svo, á ritstjórn, að ekki sé rétt að breyta fyrirsögninni; á þeim forsendum að það kynni að auka flækjustig umræðunnar enn og að óþörfu.
Alþingi Stjórnsýsla Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31