Þúsundir hafi orðið af milljónum Bætur fyrir líkamstjón samkvæmt skaðabótalögum hafa ekki verið uppfærðar í 26 ár og halda ekki lengur í við launaþróun á vinnumarkaði. Fyrir vikið hafa þúsundir slasaðra einstaklinga fengið bætur sem endurspegla ekki raunverulegt fjártjón þeirra. 2.11.2025 14:52
Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Ellefu manns fengu aðhlynningu á spítala í kjölfar stunguárásar um borð í lest á Bretlandi í gær. Fjórir eru útskrifaðir af spítalanum en tveir eru enn í lífshættu. 2.11.2025 11:37
Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sprengisandur er á sínum stað klukkan á Bylgjunni klukkan tíu í dag. Kristján Kristján stýrir þar kröftugri þjóðfélagsumræðu að vanda. 2.11.2025 09:47
Hvassast á Vestfjörðum Allhvass norðaustan vindstrengur liggur yfir Vestfjörðum í dag og má þar einnig búast við slyddu. Annars staðar er útlit fyrir mun hægari vind. 2.11.2025 08:52
Níu í lífshættu eftir stunguárásina Tíu manns eru særðir, þar af níu lífshættulega, eftir stunguárás um borð í lest á leið til Cambridge-skíris á Bretlandi í gær. Tveir menn sem grunaðir eru um verknaðinn voru handteknir á Huntingdon lestarstöðinni í gær. 2.11.2025 08:00
Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Ölvaður ökumaður var stöðvaður við akstur í Garðabæ í gærkvöldi með tvö börn í bíl sínum. Var málið afgreitt með aðkomu barnaverndar. 2.11.2025 07:43
Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Hann er 10 þúsund krónum hærri á hvern íbúa en landsmeðaltalið og 26 þúsund krónum hærri en á Akureyri. Stjórnsýslufræðingur segir áhugavert að stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki ná að nýta stærðarhagkvæmni sína til að auka skilvirkni og hagræði. 1.11.2025 14:06
Demókratar vilja yfirheyra Andrew Fjórir Demókratar í rannsóknarnefnd á vegum bandaríska þingsins sem fer með rannsókn Epstein málsins, vilja fá að yfirheyra Andrew Mountbatten Windsor um tengsl hans við Epstein. Nefndinni er stýrt af Repúblikönum sem hafa ekki gefið upp hvort þeir taki undir kröfuna. 1.11.2025 10:19
Léttir til suðvestanlands Í dag er spáð norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu, en þrettán til 20 metrum norðvestantil á landinu. Rigning með köflum, en léttir til suðvestanlands. 1.11.2025 08:29
Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Tilkynnt var um bíl sem var fullur af flugeldum í nótt, og fór lögregla á vettvang og kannaði málið. Ekki kemur fram í skýrslu lögreglunnar hvort flugeldar hafi fundist í bílnum. 1.11.2025 08:16