Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir hljóðið þungt í félagsmönnum hans vegna uppsagna sjómanna Einhamars í Grindavík. Forstjóri félagsins segir aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og sjómenn verði ráðnir á ný eftir að hafa unnið sex mánaða uppsagnarfrest. Þá verði stöður sameinaðar en sjómönnum ekki fækkað. Einar Hannes gefur lítið fyrir þessar skýringar. 25.7.2025 18:33
Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Maður var handtekinn í Garðabæ í dag vegna ólöglegs vopnaburðar, en hann var meðal annars með úðavopn. Hann var látinn laus að lokinni yfirheyrslu. 25.7.2025 17:47
Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í maí hefur verið framlengt um fjórar vikur og gildir þar með til 14. ágúst. 23.7.2025 14:07
Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sjaldséður beinhákarl sást í hvalaskoðunarferð á vegum Eldingar hvalaskoðunar í gær. Beinhákarlar hafa verið sjaldséð sjón í flóanum síðustu fimm ár að sögn hvalaskoðunarfyrirtækisins. 23.7.2025 13:51
„Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Karl Héðinn segir að ákvörðun um að stíga til hliðar sem forseti ungliðahreyfingar Sósíalistaflokksins komi frá honum sjálfum en líka í samtali við félaga í hreyfingunni. Hann segir ákvörðunina tekna til að tryggja heiður félagsins. 23.7.2025 11:16
Karl Héðinn stígur til hliðar Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands, hefur stigið til hliðar sem forseti Roða, ungliðahreyfingar flokksins. Ákvörðunin segir hann tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára. 23.7.2025 09:44
Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt um að samkomulag um „risastóran“ viðskiptasamning milli Japans og Bandaríkjanna hafi náðst. Samkomulagið felur meðal annars í sér að 15 prósenta tollur verði lagður á japanskar vörur, en Japan muni fjárfesta um 550 milljörðum dollara í Bandaríkjunum. 23.7.2025 08:29
Hiti gæti náð tuttugu stigum fyrir austan Vestlæg eða breytileg átt verður á landinu í dag, yfirleitt 3-8 metrar á sekúndu. Léttir til Suðaustanlands en annars skýjað en úrkomulítið. Hiti verður tíu til tuttugu stig, hlýjast á austanverðu landinu. 23.7.2025 07:46
Umferð beint um Þrengslin í dag Til stendur að malbika veginn frá hringtorgi við Hveragerði að Kömbum frá klukkan níu til fjögur síðdegis í dag. Hellisheiði verður lokað til vesturs á meðan framkvæmdum stendur og umferð verður beint um Þrengslaveg. 23.7.2025 07:26
Víðir fór holu í höggi Víðir Reynisson þingmaður Samfylkingarinnar fór holu í höggi á tíundu braut á Brautarholtsvegi á Kjalarnesi. 22.7.2025 15:11