Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Í­búar Grafar­vogs ó­á­nægðir með þéttingar­á­form

Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima.

Veittu leyfi fyrir um­­­deilda girðingu á Sel­­fossi

Bæjarstjórn Árborgar samþykkti í dag tillögu skipulagsnefndar um veitingu framkvæmdaleyfis vegna girðingar á skipulagssvæði miðbæjarins. Áhyggjur eru uppi um að girðingin hindri aðgang að svæðum sem hafa verið notuð til hátíðarhalda á útihátíðum á sumrin. Gert er ráð fyrir því að girðingin nái utan um svæði sem notað hefur verið til brekkusöngs.

Óttast valda­ráns­til­raun í Bólivíu

Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt.

Fundu skamm­byssu í fjörunni í mið­bænum

Lögreglan fann gamla skammbyssu í fjörunni í hverfi í 101 Reykjavík í dag. Hún reyndist ónýt eftir langa dvöl í sjónum. Þá fannst gamall peningakassi utandyra í vesturbænum sem einnig reyndist ónýtur.

Ragnar Stefáns­son jarð­skjálfta­fræðingur látinn

Ragnar Kristján Stefánsson jarðskjálftafræðingur lést í gær á Landspítalanum. Ragnar var landsþekktur sem helsti jarðskjálftafræðingur þjóðarinnar og var einnig áberandi í félagsstörfum af ýmsu tagi.

Verð­­skrá Luft­hansa hækkar vegna nýs um­­hverfis­­gjalds

Þýska flugsamsteypan Lufthansa, eitt stærsta flugfélag heims, hefur ákveðið að leggja sérstakt umhverfisgjald á selda flugmiða félagsins innan Evrópu. Þetta er gert til að mæta auknum kostnaði sem kemur til vegna umhverfismarkmiða Evrópusambandsins.

Sex fyrir­tæki sektuð vegna nikotín­aug­lýsinga

Neytendastofa hefur sektað sex fyrirtæki fyrir brot gegn auglýsingabanni á nikotínvörum. Fyrirtækin sex eru Djákninn, FVN, Gryfjan, Innflutningur og dreifing, Nicopods og SH Import. Sektirnar eru frá 100 þúsund krónum að 400 þúsund.

Grunuðu nánast fjöru­tíu staði um man­sal og vændis­starf­semi

Dagana 3. - 9. júní fóru íslensk lögregluyfirvöld um níutíu eftirlitsferðir á tæplega fjörutíu staði þar sem vændi, betl og önnur brotastarfsemi var talin þrífast. Lögreglan var með þessu að taka þátt í alþjóðlegum aðgerðadögum Europol, Frontex og Interpol gegn mansali. Höfð voru afskipti af 221 einstaklingi á landamærum og á höfuðborgarsvæðinu.

Magnús Geir endur­ráðinn þjóð­leik­hús­stjóri

Magnús Geir Þórðarson hefur verið endurráðinn í stöðu Þjóðleikhússtjóra og mun því áfram halda um stjórnartauma leikhússins til ársins 2030. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra segir að hann „hafi reynst farsæll og öflugur þjóðleikhússtjóri“ og að starfsemi Þjóðleikhússins sé með miklum blóma um þessar mundir. Formaður Þjóðleikhúsráðs segir að Magnús kunni að láta Þjóðleikhúsið rísa undir nafni.

Sjá meira