Fréttamaður

Jón Ísak Ragnarsson

Jón Ísak er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ekkert breyst til batnaðar í rekstri borgarinnar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir alveg ljóst að nýjum borgarstjóra fylgi ekki bættur rekstur. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafi borgin skilað neikvæðri niðurstöðu sem nemur nær 3,3 milljörðum króna.

Heilsu­gæsla Suður­lands flytur frá Laugar­ási á Flúðir

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ákveðið að flytja starfsemi heilsugæslunnar frá Laugarási á Flúðir. Í ljósi stöðugrar uppbyggingar og fjölgunar íbúa í uppsveitum Suðurlands, var ákveðið að flytja starfsemina í nýtt og nútímalegt húsnæði á svæðinu, segir í tilkynningu.

„Betur borgandi ferða­menn“ enginn bjarg­vættur ferða­þjónustunnar

Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar geldur varhug við umræðu um „betur borgandi ferðamenn,“ en hún segir hugtakið vera nokkurs konar klisju. Hún segir að óþægilega mikið hafi dregið úr eftirspurn hins almenna ferðamanns, sem eyðir hér að jafnaði hundruðum þúsunda hver. Ísland hafi dregið lappirnar í markaðssetningu um árabil.

Svæðinu við Detti­foss lokað vegna færðar

Svæðinu við Dettifoss hefur verið lokað vegna mikils vatnselgs. Mikið magn af snjó safnaðist fyrir á svæðinu í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku og með hlýnandi veðri hefur hann tekið að bráðna mjög hratt. Aðstæður sem hafa skapast eru orðnar varasamar, segir í tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Einn af hverjum fjórum tók á­kvörðun á kjör­degi

Einn af hverjum fjórum tóku ákvörðun um það á kjördegi hvern þau ætluðu að kjósa í forsetakosningunum 1. júní síðastliðinn. Þetta kom fram í könnun Prósents sem framkvæmd var dagana 6. til 12. júní.

Sjá meira