Ekkert breyst til batnaðar í rekstri borgarinnar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir alveg ljóst að nýjum borgarstjóra fylgi ekki bættur rekstur. Fyrstu þrjá mánuði ársins hafi borgin skilað neikvæðri niðurstöðu sem nemur nær 3,3 milljörðum króna. 14.6.2024 12:05
Mikið svifryk í borginni og gosmóða líkleg síðar í dag Styrkur svifryks (PM10) var hár á nokkrum mælistöðvum í borginni í morgun, 14. júní. Skv. upplýsingum frá Veðurstofu Íslands orsakast hækkuð gildi af foksandi frá hálendinu og getur rykið legið yfir höfuðborgarsvæðinu í dag 14.6.2024 10:55
Heilsugæsla Suðurlands flytur frá Laugarási á Flúðir Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ákveðið að flytja starfsemi heilsugæslunnar frá Laugarási á Flúðir. Í ljósi stöðugrar uppbyggingar og fjölgunar íbúa í uppsveitum Suðurlands, var ákveðið að flytja starfsemina í nýtt og nútímalegt húsnæði á svæðinu, segir í tilkynningu. 13.6.2024 17:08
„Betur borgandi ferðamenn“ enginn bjargvættur ferðaþjónustunnar Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar geldur varhug við umræðu um „betur borgandi ferðamenn,“ en hún segir hugtakið vera nokkurs konar klisju. Hún segir að óþægilega mikið hafi dregið úr eftirspurn hins almenna ferðamanns, sem eyðir hér að jafnaði hundruðum þúsunda hver. Ísland hafi dregið lappirnar í markaðssetningu um árabil. 13.6.2024 16:47
Nokkuð mikil gasmengun frá gosinu heldur áfram næstu daga Gasmengun frá eldgosinu við Sundhnúk er nokkuð mikil og líklegt er að hún haldi áfram næstu daga. Hraunbreiðan í þessu gosi er orðin 9,2 km2 og rúmmál um 41 milljón m3 og þar með sú stærsta síðan í desember 2023. 13.6.2024 16:20
Lögregluaðgerð á veitingastað í miðbænum Lögregla er að störfum við veitingastaðinn Gríska húsið á Laugavegi í miðbæ Reykjavíkur. Að sögn vegfaranda var einn leiddur út af staðnum í járnum. 13.6.2024 12:06
Kristján Andrésson gengur til liðs við Arion banka Kristján Andrésson hefur tekið við starfi forstöðumanns rekstrar- og sjálfbærniáhættu hjá Arion banka. 13.6.2024 11:28
Sót yfir allri íbúðinni þegar hún kom heim frá útlöndum Jóhanna Kristín Kristinsdóttir var erlendis á föstudaginn þegar eldur kviknaði á fyrstu hæð í blokkinni hennar að Kóngsbakka 1. Hún kom heim í gær og birti myndbönd á Instagram sem sýndu mikið sót sem hafði lagst yfir alla íbúðina. 13.6.2024 11:23
Svæðinu við Dettifoss lokað vegna færðar Svæðinu við Dettifoss hefur verið lokað vegna mikils vatnselgs. Mikið magn af snjó safnaðist fyrir á svæðinu í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku og með hlýnandi veðri hefur hann tekið að bráðna mjög hratt. Aðstæður sem hafa skapast eru orðnar varasamar, segir í tilkynningu Vatnajökulsþjóðgarðs. 13.6.2024 10:14
Einn af hverjum fjórum tók ákvörðun á kjördegi Einn af hverjum fjórum tóku ákvörðun um það á kjördegi hvern þau ætluðu að kjósa í forsetakosningunum 1. júní síðastliðinn. Þetta kom fram í könnun Prósents sem framkvæmd var dagana 6. til 12. júní. 12.6.2024 16:34