Gular viðvaranir á Suðurlandi, Suðausturlandi og Faxaflóa á morgun Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi og við Faxaflóa á morgun. Gengur í austan 15-23 m/s, hvassast austan til. 18.5.2024 09:28
Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. 16.5.2024 17:33
Valdimar Hermannsson nýr sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps Valdimar O. Hermannsson hefur verið ráðinn sem sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps út kjörtímabilið. Sveitastjórn hreppsins samþykkti ráðninguna á fundi í gær 15. maí. 16.5.2024 15:05
Fékk sting í hjartað þegar hann sá nafnið á bátnum Arnar Magnússon strandveiðisjómaður sem kom skipverja bátsins sem hvolfdi í nótt til bjargar, segir liggja í augum uppi að flutningaskip hafi klesst á bátinn. Sjálfur var hann nýkominn í land úr veiðitúr þegar Margrét Björk Jónsdóttir hitti hann í Sandgerði. Hann segir yndislegt að félagi hans til fjörutíu ára hafi komist lífs af. „Þetta fer ekki alltaf svona vel.“ 16.5.2024 14:18
Vísbending um að flutningaskip hafi hvolft bátnum Lögreglan rannsakar hvort erlent flutningaskip tengist því að að strandveiðibát hvolfdi norðvestur af Garðskaga í nótt. Manni var bjargað úr sjónum en litlu mátti muna að illa færi. Skemmdir á stefni flutningaskipsins benda til áreksturs. 16.5.2024 11:42
Hafna tilboðum í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hornafjarðar Vegagerðin hefur hafnað öllum tilboðum sem þeim bárust þeim í áætlunarflug milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði í vetur. Opnað var fyrir tilboð þann 30. apríl, en þrjú tilboð bárust sem öll voru töluvert yfir kostnaðaráætlun. Til stendur að bjóða tilboðsaðilum til samningaviðræðna, en núgildandi samningur rennur út 30. ágúst 2024. 16.5.2024 10:46
Nýir Íslendingar heimsóttu Bessastaði Öllum þeim sem fengið hafa íslenskan ríkisborgararétt á árinu var í dag boðið til Bessastaða á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands og Elizu Reid, forsetafrú. 12.5.2024 17:10
Vilja bæta íslenskukennslu fyrir innflytjendur Alþingi samþykkti á miðvikudaginn aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu til ársins 2026. Um er að ræða 22 aðgerðir þar sem markmiðið er að forgangsraða verkefnum þegar kemur að verndun og þróun tungumálsins. Meðal lykilatriða eru m.a. starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur og aukin talsetning og textun á íslensku. 12.5.2024 17:00
Guðný og Pétur selja glæsihöll í Garðabæ Guðný Helga forstjóri VÍS og Pétur Rúnar flugstjóri hjá Icelandair hafa sett hús sitt að Holtsbúð 51 í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 274,3 fermetra einbýli á tveimur hæðum, sem hægt væri að breyta í tveggja íbúða hús. Ásett verð er 220 milljónir. 12.5.2024 15:22
Læknir segir að brottvísun muni ógna lífi sjúklings Kona sem vísa á úr landi á morgun er við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja kvenna sem vísa á úr landi á morgun. 12.5.2024 14:08