Kviknaði í bragga á Egilsstöðum Kviknað hefur í bragga í húsnæði Austurljóss á Egilsstöðum. Slökkviliðið var kallað út klukkan 11:20 og slökkvistarf enn í gangi. 12.5.2024 12:45
Meistari B-kvikmyndanna látinn Roger Corman, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi er látinn 98 ára að aldri. Hann framleiddi mörg hundruð kvikmyndir og gaf mörgum stórstjörnum kvikmyndaheimsins sín fyrstu tækifæri. 12.5.2024 12:15
Leiðin að lengsta skíðastökki allra tíma Á Youtube er nú vinsælt myndband í dreifingu sem sýnir skíðastökkið sem framkvæmt var á Akureyri í apríl og allan undirbúning þess. Japaninn Ryoyu Kobayashi stökk 291 metra á skíðum í Hlíðarfjalli á Akureyri 24. apríl síðastliðinn. 12.5.2024 10:48
Rannsaka alvarlegt ofbeldisbrot í Árnessýslu Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás, og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona sæta gæsluvarðhaldi vegna málsins. 12.5.2024 10:02
Norski stigakynnirinn hættir við Norska söngkonan Alessandra Mele, sem keppti fyrir hönd Noregs í Eurovison í fyrra og átti að kynna stig þeirra í kvöld, hefur hætt við. Henni finnst samstöðuboðskapur hátíðarinnar óviðeigandi vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa. 11.5.2024 16:43
Sauð upp úr milli bónda og dýraverndunarsinna Lögreglan var kölluð til þegar upp úr sauð milli dýraverndunarsinna og ábúenda á sveitabæ í Borgarfirði í gær. Dýraverndarsinnar fóru með hey til til kindanna og ábúandi kom og ógnaði þeim með spjóti. Mikið hefur verið fjallað um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum síðustu daga. 11.5.2024 15:33
Vilja breyta fyrirkomulagi við úthlutun plássa Starfsmenn Reykjavíkurborgar skoða nú hvort unnt sé að breyta fyrirkomulagi varðandi frístund barna á sumrin. Foreldrar í Reykjavík hafa kallað eftir auknu fjármagni og breyttu fyrirkomulagi við úthlutun plássa. Nú ríki fyrirkomulagið „fyrstur kemur fyrstur fær“ sem þýði að þau sem þurfi mest á plássinu að halda fái ef til vill ekkert pláss, séu þau of sein að sækja um. 11.5.2024 12:44
Reykjavík lækkar gjaldskrár vegna þjónustu við barnafjölskyldur Gjaldskrár Reykjavíkurborgar vegna þjónustu við börn og barnafjölskyldur verða lækkaðar að jafnaði um tvö prósent frá og með fyrsta júní næstkomandi. Hækkanir frá síðustu áramótum verði dregnar til baka. Aðgerðin er liður í að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 8.5.2024 21:49
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8.5.2024 21:48
Margt bendi til þess að gosinu sé lokið Margt bendir nú til þess að eldgosinu við Sundhnúka sé lokið. Þetta kemur fram í pistli frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands á Facebook. Gosórói hafi fallið stöðugt frá því snemma í morgun. 8.5.2024 20:23