Eldur í iðnaðarhúsnæði á Höfða Allt tiltækt slökkvilið var kallað til þegar eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði að Funahöfða í Reykjavík fyrir skömmu. Mikill eldsmatur var í húsinu en vel hefur gengið að ráða niðurlögum eldsins. 8.5.2024 18:50
Fjögurra bíla árekstur efst í Ártúnsbrekku Fjögurra bíla árekstur varð síðdegis í dag efst í Ártúnsbrekku á Miklubraut. Eitthvað tjón varð á bifreiðum, en draga þurfti tvær þeirra af vettvangi. Lítil sem engin slys urðu á fólki. 8.5.2024 17:45
Öllum aðgerðum aflýst og flugfarþegar geta andað léttar Samningar voru undirritaðir milli SA fyrir hönd ISAVIA ohf. og samninganefnda starfsmanna Sameykis og FFR rétt í þessu og verkföllum sem boðuð höfðu verið á Keflavíkurflugvelli aflýst. 7.5.2024 22:00
Guðni forseti á samstöðutónleikum í Háskólabíó Guðni Th. Jóhannesson forseti er staddur á samstöðutónleikunum sem haldnir eru í Háskólabíó til stuðnings Palestínu. 7.5.2024 21:22
Bein útsending frá samstöðutónleikum í Háskólabíó í opinni dagskrá Í kvöld fara fram samstöðutónleikar fyrir Palestínu í Háskólabíó, á sama tíma og Hera Björk stígur á svið í Malmö. Skipuleggjendur tónleikanna segja mikilvægt að sýna samstöðu. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2. 7.5.2024 20:44
Skelfilegt að þurfa grípa til hópuppsagna Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir að skelfilegt sé að þurfa að grípa til hópuppsagna. Bæjarstjórn Grindavíkur ákvað á fundi í morgun að fækka störfum hjá sveitarfélaginu. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hann vonar að „þetta ömurlega tímabil“ taki enda fyrr en síðar. 7.5.2024 20:23
Samþykktu tillögu Sjálfstæðisflokksins Borgarstjórn samþykkt á fundi sínum í dag að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að framkvæma úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs um fækkun bensínstöðva í borginni, frá 9. maí 2019. 7.5.2024 18:36
Júróvisíon í skugga stríðsreksturs og sársaukafullar uppsagnir Skriðdrekar Ísraelshers voru sendir inn í Rafah-borg á Gaza eldsnemma í morgun og tugir féllu í loftárásum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við stjórnmálafræðing sem er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd og við verðum í beinni frá samstöðutónleikum með Gaza sem fara fram á sama tíma og Íslendingar keppa í Júrovisíon. 7.5.2024 17:53
Rekstrarafkoma Sýnar ekki ásættanleg Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir rekstrarafkomu félagsins ekki ásættanlega. Hins vegar sé gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á síðari hluta ársins og á því næsta, eftir því sem skipulagsbreytingar nái fram að ganga. 7.5.2024 17:47
Brynjar hefur ekki orðið var við neina skrímsladeild í Valhöll Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst vera orðinn nokkuð forvitinn um þessa skrímsladeild í Valhöll, sem skjóti upp kollinum öðru hvoru í umræðunni. 6.5.2024 16:05