Borðaði súrdeigsbrauð og mældist með áfengi í útblæstri Jón Ísak Ragnarsson skrifar 31. maí 2025 00:11 Súrdeigsbrauð. Getty/Natasha Breen Íslenskur maður um fertugt var stoppaður af lögreglu í vikunni og mældist með alkóhól í útblæstri þrátt fyrir að hafa aldrei drukkið deigan dropa. Ástæðan fyrir þessu var súrdeigsbrauð sem maðurinn hafði nýlega lagt sér til munns. Lögreglumaður segir að slíkar falskar mælingar komi fyrir en séu ekki algengar. Frétt DV um málið vakti mikla athygli í vikunni, þar sem maðurinn sagðist ekkert botna í mælingunni þar sem hann hefði aldrei drukkið. Sagt er frá því að maðurinn hafi verið að maula á hádegismatnum sínum í bílnum, skinduhyrnu úr súrdeigi. Logi Sigurjónsson, aðalvarðstjóri umferðardeilar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að það hafi verið rétt viðbrögð að leyfa manninum að blása aftur eftir að hafa skolað munninn, en þá hafi ekkert áfengi mælst. Hann veit ekki hvers vegna súrdeigið getur valdið þessu. „Ég er nú enginn sérfræðingur í súrdeigsbrauði, en það væntanlega á sér stað einhver gerjun þarna. En hún er mjög lítil og hann hefur væntanlega bara verið nýbúinn að kyngja bita af súrdeigi þegar hann blés í mælinn.“ Logi segir að önnur matvæli sem geti valdið falskri mælingu séu léttbjórar, malt og slíkt. Þannig drykkir geti mælst svona rétt eftir síðasta sopa. En svona konfekt með rommi og slíkt? Ég held það sé ekki áfengi í því, ég veit ekki til þess. Logi segir að það sé ekki algengt að lögreglan fái falska niðurstöðu í mælingum. Mælitækin séu orðin nokkuð nákvæm. „Já þau eru það en samt gefa þessir mælar sem eru notaði úti á vettvangi bara vísbendingu sem síðan er unnið eftir. Yfirleitt er hlustað á rök manna ef þeir mæla eindregið á móti því að áfengi hafi verið haft við hönd,“ segir Logi. Áfengi Bylgjan Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Frétt DV um málið vakti mikla athygli í vikunni, þar sem maðurinn sagðist ekkert botna í mælingunni þar sem hann hefði aldrei drukkið. Sagt er frá því að maðurinn hafi verið að maula á hádegismatnum sínum í bílnum, skinduhyrnu úr súrdeigi. Logi Sigurjónsson, aðalvarðstjóri umferðardeilar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var til viðtals um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að það hafi verið rétt viðbrögð að leyfa manninum að blása aftur eftir að hafa skolað munninn, en þá hafi ekkert áfengi mælst. Hann veit ekki hvers vegna súrdeigið getur valdið þessu. „Ég er nú enginn sérfræðingur í súrdeigsbrauði, en það væntanlega á sér stað einhver gerjun þarna. En hún er mjög lítil og hann hefur væntanlega bara verið nýbúinn að kyngja bita af súrdeigi þegar hann blés í mælinn.“ Logi segir að önnur matvæli sem geti valdið falskri mælingu séu léttbjórar, malt og slíkt. Þannig drykkir geti mælst svona rétt eftir síðasta sopa. En svona konfekt með rommi og slíkt? Ég held það sé ekki áfengi í því, ég veit ekki til þess. Logi segir að það sé ekki algengt að lögreglan fái falska niðurstöðu í mælingum. Mælitækin séu orðin nokkuð nákvæm. „Já þau eru það en samt gefa þessir mælar sem eru notaði úti á vettvangi bara vísbendingu sem síðan er unnið eftir. Yfirleitt er hlustað á rök manna ef þeir mæla eindregið á móti því að áfengi hafi verið haft við hönd,“ segir Logi.
Áfengi Bylgjan Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira