Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Kona á sjötugsaldri tjáði sig í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu 1. nóvember 2022 um ofbeldi af hálfu sonar hennar, sem er á fertugsaldri, sem hafði þá verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir brotið. Konan lést í október síðastliðnum en í síðustu viku var greint frá því að sonurinn hefði verið ákærður fyrir að verða henni að bana. 22.1.2025 09:08
Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Baráttan í Hollywood er hörð í aðdraganda Óskarsverðlaunanna. Á fimmtudaginn verða tilnefningar til verðlaunanna kynntar, en núna í undanfaranum hefur mikil umræða farið fram um notkun gervigreindar í kvikmyndum, þar á meðal í tveimur kvikmyndum sem þykja líklegar til að verða tilnefndar. 21.1.2025 15:38
Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Karlmaður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás gegn barnungri dóttur sinni, en hann var ákærður fyrir að slá hana ítrekað í rassinn í refsingarskyni í desember 2019. 21.1.2025 13:43
Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. 21.1.2025 11:36
Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Karlmaður á sjötugsaldri sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi fyrir að aka steypubíl á hinn átta ára gamla Ibrahim Shah, sem lést fyrir vikið, í október 2023 segist ekki hafa séð drenginn í aðdraganda slyssins. 21.1.2025 08:46
Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Þriggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsvegar og Þórsmerkurvegar um klukkan eitt í dag. Um var að ræða tvo fólksbíla og smárútu sem lentu saman. 20.1.2025 16:00
Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Sigurjón Sighvatsson minnist vinar síns, David Lynch, sem eins áhrifamesta kvikmyndaleikstjóra sögunnar. Lynch hafi verið prívat maður sem þoldi ekki neikvæðni og var alltaf langt á undan sinni samtíð. 19.1.2025 09:02
Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Lögreglan á Austurlandi handtók í gærkvöldi tvo einstaklinga á fertugsaldri á Seyðisfirði sem eru grunaðir í fíkniefnamáli. Málið er enn í rannsókn og lýtur meðal annars að framleiðslu fíkniefna og dreifingu. 17.1.2025 12:04
Mikil hálka þegar banaslysið varð Helsta orsök banaslyss sem varð við Grindavíkurveg þann 5. janúar í fyrra var mikil hálka sem var á veginum. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hálkuvörn á veginum var ábótavant vegna bilunar í saltbíl og þá var vörubíl, sem lenti í slysinu, ekið of hratt miðað við aðstæður, en hann fór ekki yfir hámarkshraða. 17.1.2025 11:01
Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista „Þetta er bara algjört rugl,“ segir Ómar Ben-Amara, Íslendingur á þrítugsaldri, sem lenti á vegg á Keflavíkurflugvelli þegar hann ætlaði að fara í flug með flugfélaginu EasyJet í maí síðastliðnum. Honum var ekki hleypt í flugið og hefur síðan átt erfitt með að fá svör við því hvers vegna honum var meinað að fara um borð. 17.1.2025 09:01