Fréttamaður

Jón Þór Stefánsson

Jón Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Má ekki vera við­staddur mál lög­manns Eddu Bjarkar

Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélags Íslands, mátti ekki vera viðstaddur þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákvörðun var tekin um hvort lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fengi heimild til að skoða rafræn gögn í farsíma konu.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Það er full ástæða til að stjórnvöld skoði sérstaka lagasetningu fyrir Grindavík vegna nýliðinna atburða að mati forstjóra Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Sífellt fleiri bætast í hóp þeirra sem telja að ekki verði hægt að búa í bænum á næstu misserum, árum eða jafnvel áratugum.

Talin hafa stolið lyfjum í vinnunni

Kona, sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hjá Sjúkrahúsinu á Akureyri, hefur verið ákærð fyrir að stela lyfjum af spítalanum.

Kvikusöfnun heldur á­fram

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun.

Dæmdur fyrir að ógna lífi dóttur, stjúp­dóttur og barns­móður sinnar

Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundin til þriggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot gegn dóttur, stjúpdóttur og barnsmóður sinni. Í ákæru segir að maðurinn hafi ógnað lífi, heilsu og velferð kvennanna, en mörg brota hans áttu sér stað á heimili fjölskyldunnar í Reykjanesbæ. 

Vaktin: Lítil virkni í einu gos­opi

Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. 

Hraunflæði innan bæjarmarkanna fjarar út

„Okkur sýnist syðri sprungan, sem er innan bæjarmarkanna, alveg vera að gefa upp öndina,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.

Sjá meira