Hjón segja pakkaferð hafa verið svindl og fá 60 þúsund endurgreitt Jón Þór Stefánsson skrifar 24. janúar 2024 08:55 Ferðin var auglýst sem „sólarlottó“ en ekki liggur fyrir hvert þau fóru. Myndin er frá Tenerife og er úr safni. Getty Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur gert ferðaskrifstofu að endurgreiða hjónum 60 þúsund krónur vegna pakkaferðar sem þau fóru í síðasta sumar. Þau greiddu samtals 272 þúsund krónur fyrir ferðina, sem var auglýst sem pakkaferð á fjögurra stjörnu hóteli þar sem allt væri innifalið fyrir 130 þúsund krónur á mann. Ekki kemur fram hver áfangastaðurinn var, en ljóst er að um sólarlandaferð var að ræða, en hún var auglýst sem „sólarlottó“. Viku fyrir brottför, hafði ferðaskrifstofan samband við konuna, sem var í forsvari fyrir hjónin, og tilkynnti að um prentvillu hafi verið að ræða í auglýsingu sinni og að ferðin væri ekki með fullu fæði. Ferðaskrifstofan bauðst til að endurgreiða ferðina, en hjónin höfnuðu því boði. Síðan kröfðust þau þess að ferðaskrifstofan myndi endurgreiða þeim 180 þúsund krónur, eða eðlilegt gjald fyrir fullt fæði. Þau hafi ekki viljað sleppa ferðinni, þar sem þau hafi verið komin með sumarfrí og fyrirvarinn mjög skammur. Þeim hafi ekki þótt spennandi að eyða fríinu á Íslandi, sem hafi verið hinn möguleikinn. Telja ferðina svindl Í úrskurði málsins kemur fram að hjónin líti svo á að um svindl hafi verið að ræða. Ferðaskrifstofan hafi verið að reyna að ná fólki inn sem geri ráðstafanir fyrir ferðalagið, og síðan sé ferðinni breytt með stuttum fyrirvara. Haft er eftir konunni að hún hafi ekki vitað hvort fleiri hafi lent í sambærilegu máli, en að lenda í þessu yrði ömurlegt fyrir efnalítið fólk. Með því að fara með málið fyrir kærunefndina hafi þau viljað kanna hvort ferðaskrifstofa gæti komið svona fram. Í kafla úrskurðarins er varðar sjónarmið ferðaskrifstofunnar segir að rangar upplýsingar hafi verið settar á netið fyrir mistök, og að hjónin hafi verið látin vita af þeim um leið og þau komu í ljós. Líkt og áður segir hafi þeim verið boðin endurgreiðsla, en þau hafi hafnað því. Ferðaskrifstofan segir því að hjónin hafi ákveðið að halda sig við ferðina á réttu verði. Ekki ljóst að um mistök hafi verið að ræða Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að hjónin ættu rétt á endurgreiðslu. Þeim hafi ekki átt að vera kunnugt um mistökin, en í úrskurðinum segir að verðið hafi ekki verið svo hagstætt að þau hafi átt að hafa hugboð að þarna væri farið með rangt mál. „Ekki er unnt að gera þær kröfur til neytenda að þeim beri að efast um réttmæti á framsetningu tilboða fyrirtækja, jafnvel þótt um verulega lægra verð en almennt sé að ræða. Þekkt er að seljendur bjóði vörur á lágum kjörum og geta ástæður þess verið ýmsar,“ segir í úrskurðinum. Líkt og áður segir kröfðust hjónin 180 þúsunda vegna málsins, en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að 60 þúsund króna endurgreiðsla væri hæfileg. Þá er ferðaskrifstofunni gert að greiða 35 þúsund króna málskostnaðargjald. Dómsmál Ferðalög Íslendingar erlendis Neytendur Tengdar fréttir Vísað úr pakkaferð vegna „sýnilegrar ölvunar“ og fær endurgreitt Ferðaskrifstofa sem rak konu úr pakkaferð á fyrsta degi þarf að endurgreiða henni ferðina. Ferðaskrifstofan sagði konuna hafa verið „sýnilega ölvaða“ en úrskurður kærunefndar vöru- og þjónustukaupa taldi að það réttlæti ekki jafn afdrifaríka ákvörðun og að vísa konunni úr ferðinni. 5. júlí 2023 06:00 Þurfa að endurgreiða skíðaferðir: „Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur“ Forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands segir fyrirtækið harma dóma Hæstaréttar þess efnis að því beri að endurgreiða pakkaferðir sem afpantaðar voru skömmu fyrir brottför. 28. júní 2023 18:39 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Ekki kemur fram hver áfangastaðurinn var, en ljóst er að um sólarlandaferð var að ræða, en hún var auglýst sem „sólarlottó“. Viku fyrir brottför, hafði ferðaskrifstofan samband við konuna, sem var í forsvari fyrir hjónin, og tilkynnti að um prentvillu hafi verið að ræða í auglýsingu sinni og að ferðin væri ekki með fullu fæði. Ferðaskrifstofan bauðst til að endurgreiða ferðina, en hjónin höfnuðu því boði. Síðan kröfðust þau þess að ferðaskrifstofan myndi endurgreiða þeim 180 þúsund krónur, eða eðlilegt gjald fyrir fullt fæði. Þau hafi ekki viljað sleppa ferðinni, þar sem þau hafi verið komin með sumarfrí og fyrirvarinn mjög skammur. Þeim hafi ekki þótt spennandi að eyða fríinu á Íslandi, sem hafi verið hinn möguleikinn. Telja ferðina svindl Í úrskurði málsins kemur fram að hjónin líti svo á að um svindl hafi verið að ræða. Ferðaskrifstofan hafi verið að reyna að ná fólki inn sem geri ráðstafanir fyrir ferðalagið, og síðan sé ferðinni breytt með stuttum fyrirvara. Haft er eftir konunni að hún hafi ekki vitað hvort fleiri hafi lent í sambærilegu máli, en að lenda í þessu yrði ömurlegt fyrir efnalítið fólk. Með því að fara með málið fyrir kærunefndina hafi þau viljað kanna hvort ferðaskrifstofa gæti komið svona fram. Í kafla úrskurðarins er varðar sjónarmið ferðaskrifstofunnar segir að rangar upplýsingar hafi verið settar á netið fyrir mistök, og að hjónin hafi verið látin vita af þeim um leið og þau komu í ljós. Líkt og áður segir hafi þeim verið boðin endurgreiðsla, en þau hafi hafnað því. Ferðaskrifstofan segir því að hjónin hafi ákveðið að halda sig við ferðina á réttu verði. Ekki ljóst að um mistök hafi verið að ræða Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að hjónin ættu rétt á endurgreiðslu. Þeim hafi ekki átt að vera kunnugt um mistökin, en í úrskurðinum segir að verðið hafi ekki verið svo hagstætt að þau hafi átt að hafa hugboð að þarna væri farið með rangt mál. „Ekki er unnt að gera þær kröfur til neytenda að þeim beri að efast um réttmæti á framsetningu tilboða fyrirtækja, jafnvel þótt um verulega lægra verð en almennt sé að ræða. Þekkt er að seljendur bjóði vörur á lágum kjörum og geta ástæður þess verið ýmsar,“ segir í úrskurðinum. Líkt og áður segir kröfðust hjónin 180 þúsunda vegna málsins, en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að 60 þúsund króna endurgreiðsla væri hæfileg. Þá er ferðaskrifstofunni gert að greiða 35 þúsund króna málskostnaðargjald.
Dómsmál Ferðalög Íslendingar erlendis Neytendur Tengdar fréttir Vísað úr pakkaferð vegna „sýnilegrar ölvunar“ og fær endurgreitt Ferðaskrifstofa sem rak konu úr pakkaferð á fyrsta degi þarf að endurgreiða henni ferðina. Ferðaskrifstofan sagði konuna hafa verið „sýnilega ölvaða“ en úrskurður kærunefndar vöru- og þjónustukaupa taldi að það réttlæti ekki jafn afdrifaríka ákvörðun og að vísa konunni úr ferðinni. 5. júlí 2023 06:00 Þurfa að endurgreiða skíðaferðir: „Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur“ Forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands segir fyrirtækið harma dóma Hæstaréttar þess efnis að því beri að endurgreiða pakkaferðir sem afpantaðar voru skömmu fyrir brottför. 28. júní 2023 18:39 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Vísað úr pakkaferð vegna „sýnilegrar ölvunar“ og fær endurgreitt Ferðaskrifstofa sem rak konu úr pakkaferð á fyrsta degi þarf að endurgreiða henni ferðina. Ferðaskrifstofan sagði konuna hafa verið „sýnilega ölvaða“ en úrskurður kærunefndar vöru- og þjónustukaupa taldi að það réttlæti ekki jafn afdrifaríka ákvörðun og að vísa konunni úr ferðinni. 5. júlí 2023 06:00
Þurfa að endurgreiða skíðaferðir: „Þessi dómur er okkur með öllu óskiljanlegur“ Forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands segir fyrirtækið harma dóma Hæstaréttar þess efnis að því beri að endurgreiða pakkaferðir sem afpantaðar voru skömmu fyrir brottför. 28. júní 2023 18:39