Bróðir Hemma: „Ég er ofboðslega sár yfir þessu“ Ragnar Gunnarsson, bróðir Hermanns heitins Gunnarssonar, segist mjög sár yfir innkomu Hemma í Áramótaskaupið. Í atriðinu sem um ræðir mátti sjá þónokkra þjóðþekkta einstaklinga stíga á stokk, en þar má nefna Boga Ágústsson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur, Björk Guðmundsdóttur, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Ólaf Ragnar Grímsson. 2.1.2024 17:21
Mildi að ekki fór verr þegar farmur féll á Hringbraut „Það er mikil mildi að ekki fór verr,“ segir Guðmundur Berg, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, um farm úr járni sem féll af vörflutningabíl á Hringbraut í Reykjavík um tvöleytið í dag. 2.1.2024 16:30
„Ég hef enga eftirsjá“ „Hér sit ég sjö mánuði enn, eftir það geri ég fastlega ráð fyrir því að sinna fræða og rannsóknarstörfum, hverfa á ný í þann heim sem ég kom úr. En annars veit ég ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér þar fyrir utan. Við látum það ráðast,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, sem tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta tvö kjörtímabil nægja og ætlar ekki að gefa kost á sér aftur. 2.1.2024 16:04
Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2.1.2024 13:41
Maður margra dulargerva gómaður eftir mörg ár á flótta Strokufangi, sem hefur verið kallaður maður margra dulargerva (e. master of disguise), hefur verið handtekin í Kaliforníuríki Bandaríkjanna eftir fjögur ár á flótta, eða síðan hann slapp úr fangelsi á Hawaii árið 2019. Hann er meðal annars grunaður um dularfullt morð á kærustu sinni. 1.1.2024 14:01
„Andstæðingar mínir eru örugglega að vona að ég hætti“ Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera að íhuga að hætta í stjórnmálum. 1.1.2024 10:01
Segir álfa hjálpa í baráttunni við fátækt Inga Sæland segir álfana hjálpa sér í baráttunni við fátækt en að álfamálin séu þó ekki á dagskrá Flokks fólksins. Þetta sagði hún í Kryddsíld Stöðvar 2. 1.1.2024 07:34
Grindvíkingurinn er maður ársins Maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, er Grindvíkingurinn. Valið var ekki erfitt að þessu sinni. Hver og einn íbúi bæjarins á hlutdeild í útnefningunni. 31.12.2023 17:15
Flestir vilja Kristrúnu sem forsætisráðherra: „Þessi fylgisaukning hefur komið mér á óvart“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, er sá stjórnmálaleiðtogi sem flestir Íslendinga myndu vilja sjá sem forsætisráðherra samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 27,6 prósent myndu vilja hana sem forsætisráðherra, en hún hefur bætt við sig um fimm prósentum frá síðasta ári. 31.12.2023 15:55
„Þú ert búin að vera svo orðljót síðustu mánuðina“ Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tókust á um störf ríkisstjórnarinnar í Kryddsíldinni á Stöð 2 sem nú er í gangi. Þá deildu þau um hvort Inga hefði verið orðljót undanfarið. 31.12.2023 15:12
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent