Einn hundrað áhrifamestu manna heims óttast laxeldi á Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 10. janúar 2024 08:00 Hinn 85 ára gamli Yvon Chouinard segist hafa heimsótt Ísland fyrst árið 1960 og síðan hafi hann eytt mörgum dögum við íslenskar laxveiðiár. Getty Rúmlega 160 umsagnir hafa borist um frumvarp matvælaráðherra um lagareldi. Ein þessara umsagna barst í fyrradag og kemur frá hinum 85 ára gamla Yvon Chouinard, stofnanda útivistarmerkisins Patagonia. Í fyrra var hann settur á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu manneskjur heims. Deilir reynslu sinni af Íslandi „Ég er stangveiðimaður og hef varið mörgum góðum dögum við íslenskar ár, að veiða lax. Á þeim tíma hef ég eignast marga íslenska vini sem deila ástíðu minni á náttúrunni og þörfinni fyrir að vernda hana,“ segir í umsögn Chouinard þar sem hann deilir í stuttu máli reynslu sinni af Íslandi. „Þið þurfið ekki á mér að halda til að segja ykkur að Ísland er sérstakur staður. Á mínum 85 æviárum hef ég komið á marga framandi staði sem veiðimaður, og sem stofnandi Patagonia-vörumerkisins – og enginn þeirra jafnast á við landið ykkar.“ Þrátt fyrir þetta segist Chouinard nú áhyggjufullur vegna laxeldis á Íslandi. „En nú er ég áhyggjufullur um að ekki verði aftur snúið. Frá fyrstu ferð minni til Íslands árið 1960 höfum við sé villta laxastofninn hrynja. Og nú, ef við leyfum laxeldisiðnaðinum að halda ótrautt áfram, mun stofninn einungis verða hluti af sögubókunum, og þessi óaðfinnanlega náttúra spillast. Það hefur nú þegar gerst í Bretlandi og Noregi.“ Chouinard heldur því fram að hagkerfið snúist umhverfis náttúruna, ekki öfugt, og vill þar af leiðandi meina að eyðilegging náttúrunnar hafi í för með sér eyðingu hagkerfisins. Hann hvetur Íslendinga til að sýna frumkvæði í málinu senda þar með skilaboð til Evrópu. Yvon Chouinard stillir sér upp við hlið Toyotu árið 1993.Getty Frumvarpið eigi að koma í veg fyrir neikvæð áhrif Frumvarp Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið í vinnslu í ráðuneyti hennar frá árinu 2022, en þar eru lögð til ný lög um sjókvíaeldi, landeldi og hafeldi. Á vef stjórnarráðsins eru markmið frumvarpsins útlistuð. Það snúist um að „skapa lagareldi á Íslandi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að lagareldi verði stjórnað út frá skilgreindum mælikvörðum sem komi í veg fyrir að greinin hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er á vistkerfi eða villta stofna. Að auki verði dýravelferð og sjúkdómavarnir með besta hætti á heimsvísu.“ Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. 15. september 2022 07:41 Er allt vænt grænt? Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin. 13. október 2022 08:01 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Í fyrra var hann settur á lista tímaritsins Time yfir hundrað áhrifamestu manneskjur heims. Deilir reynslu sinni af Íslandi „Ég er stangveiðimaður og hef varið mörgum góðum dögum við íslenskar ár, að veiða lax. Á þeim tíma hef ég eignast marga íslenska vini sem deila ástíðu minni á náttúrunni og þörfinni fyrir að vernda hana,“ segir í umsögn Chouinard þar sem hann deilir í stuttu máli reynslu sinni af Íslandi. „Þið þurfið ekki á mér að halda til að segja ykkur að Ísland er sérstakur staður. Á mínum 85 æviárum hef ég komið á marga framandi staði sem veiðimaður, og sem stofnandi Patagonia-vörumerkisins – og enginn þeirra jafnast á við landið ykkar.“ Þrátt fyrir þetta segist Chouinard nú áhyggjufullur vegna laxeldis á Íslandi. „En nú er ég áhyggjufullur um að ekki verði aftur snúið. Frá fyrstu ferð minni til Íslands árið 1960 höfum við sé villta laxastofninn hrynja. Og nú, ef við leyfum laxeldisiðnaðinum að halda ótrautt áfram, mun stofninn einungis verða hluti af sögubókunum, og þessi óaðfinnanlega náttúra spillast. Það hefur nú þegar gerst í Bretlandi og Noregi.“ Chouinard heldur því fram að hagkerfið snúist umhverfis náttúruna, ekki öfugt, og vill þar af leiðandi meina að eyðilegging náttúrunnar hafi í för með sér eyðingu hagkerfisins. Hann hvetur Íslendinga til að sýna frumkvæði í málinu senda þar með skilaboð til Evrópu. Yvon Chouinard stillir sér upp við hlið Toyotu árið 1993.Getty Frumvarpið eigi að koma í veg fyrir neikvæð áhrif Frumvarp Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur verið í vinnslu í ráðuneyti hennar frá árinu 2022, en þar eru lögð til ný lög um sjókvíaeldi, landeldi og hafeldi. Á vef stjórnarráðsins eru markmið frumvarpsins útlistuð. Það snúist um að „skapa lagareldi á Íslandi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi. Einnig er lögð áhersla á að lagareldi verði stjórnað út frá skilgreindum mælikvörðum sem komi í veg fyrir að greinin hafi neikvæð áhrif á umhverfi sitt, hvort sem er á vistkerfi eða villta stofna. Að auki verði dýravelferð og sjúkdómavarnir með besta hætti á heimsvísu.“
Lax Sjókvíaeldi Fiskeldi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. 15. september 2022 07:41 Er allt vænt grænt? Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin. 13. október 2022 08:01 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Eigandi Patagonia gefur fyrirtækið til góðgerðarsjóðs Bandaríski auðmaðurinn Yvon Chouinard, sem er stofnandi og eigandi útivistarfataframleiðandans Patagonia, segir að hann hafi gefið fyrirtækið til góðgerðarsjóðs. 15. september 2022 07:41
Er allt vænt grænt? Það er mikið sótt að hugmyndafræði ESG um þessar mundir og hún gagnrýnd með ýmsum hætti. Það sem veitir gagnrýnendum byr undir báða vængi er meðal annars stríð í Úkraínu og áhrif þess á orkuöryggi og matvælaverð sem og yfirvofandi alþjóðlega efnahagslægð. Undir þeim kringumstæðum er eðlilegt að staldra við og endurhugsa málin. 13. október 2022 08:01