Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Þingmaður Jafnaðarmannaflokksins lést í finnska þinghúsinu í Helsinki í dag. Finnskir fjölmiðlar segja að þingmaðurinn hafi svipt sig lífi. Forsætisráðherrann segir fréttirnar sláandi. 19.8.2025 13:24
Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Rúmri milljón króna munar á tekjum Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og næsta manns á tekjulista forseta, þingmanna og ráðherra í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er tekjuhæstur þingmanna. 19.8.2025 13:01
Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna. 19.8.2025 11:11
Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Noregs og leiðtogi Framfaraflokksins vill vísa Gretu Thunberg, sænska aðgerðasinnanum, úr landi vegna þess að hún tók þátt í mótmælum við norska olíuhreinsistöð. Forsætisráðherrann hafnar því. 19.8.2025 09:00
Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Samkeppniseftirlitið sektaði Landsvirkjun um 1,4 milljarða króna fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína við verðlagningu á raforku. Fyrirtækið hafi beitt sé gegn minni keppinautum á raforkumarkaði. Landsvirkjun ætlar að kæra ákvörðunina. 18.8.2025 13:09
Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Norskir fjölmiðlar fullyrða að saksóknari hafi ákveðið að ákæra stjúpson Hákons krónprins fyrir fjölda afbrota. Saksóknari ætlar að tilkynna formlega um ákærur á blaðamannafundi í dag. 18.8.2025 11:37
Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Lögreglan í Örebro í Svíþjóð handtók í nótt mann sem er grunaður um að hafa átt aðild að morði fyrir utan mosku í borginni á föstudag. Annað fórnarlamb skotárásarinnar liggur enn sært á sjúkrahúsi. 18.8.2025 10:58
Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Prófessor í lögfræði telur að ástæða geti verið til að meta kostnað heilbrigðiskerfisins vegna fjölgunar efnahagslega óvirkra Evrópubúa hér á landi. Íslensk stjórnvöld veiti erlendum ríkisborgurum greiðari aðgang að sjúkratryggingakerfinu en þeim sé skylt. 16.8.2025 07:02
Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Einn er sagður látinn og annar særður eftir skotárás við mosku í Örebro í Svíþjóð nú síðdegis. Skotárásin hófs eftir föstudagsbænir í moskunni en lögreglan telur hana tengjast átökum glæpagengja. 15.8.2025 15:48
Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Utanríkisráðherra Rússlands mætti til fundarins með Bandaríkjaforseta í Alaska í dag klæddur í bol með skammstöfun Sovétríkjanna sálugu. Á fundinum á að ræða um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu sem var eitt sinn hluti af Sovétríkjunum. 15.8.2025 10:35