Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Stjórnarformaður Vélfags segist ekki hafa beinar upplýsingar um að reynt hafi verið að stofna nýtt félag fyrir starfsemina eftir að fjármunir þess voru frystir. Hann hafi fjarlægt tölvur úr höfuðstöðvum fyrirtækisins að beiðni eigenda þess. Lögmaður Vélfags segir fréttir um slíkt „þvælu“. 29.1.2026 14:49
„Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Norskur fangi sem afplánaði dóm fyrir morð og var lýst sem hættulegasta manni Noregs fannst látinn í klefa sínum í morgun. Lögregla rannsakar hvernig lát fangans bar að en hann var aðeins 56 ára gamall. 29.1.2026 10:45
Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Hafrannsóknastofnun leggur til að rúm 197 þúsund tonn af loðnu verði veidd á þessu fiskveiðiári. Upphaflega lagði hún til innan við fimmtíu þúsund tonna hámarksafla. 29.1.2026 09:10
Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Bandarískur herskipafloti nálgast Íran og hótar Bandaríkjaforseti því að tíminn sé að renna út fyrir írönsk stjórnvöld að semja um kjarnorkuvopnaáætlun þeirra. Íranar segjast reiðubúnir til viðræðna en þeir séu einnig að verjast af festu. 28.1.2026 15:00
Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Forsætisráðherra Slóvakía og ein helsta klappstýra Donalds Trump í Evrópu er sagður hafa verið sleginn yfir því hvernig bandaríski forsetinn talaði til hans og sálarástandi hans á dögunum. Trump hafi virst „hættulegur“. Ráðherrann hafnar fréttum af meintum ummælum hans. 28.1.2026 13:42
Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Allt að hálf milljón manna sem dvelja og starfa á Spáni án dvalar- eða atvinnuleyfis gætu fengið tímabundið leyfi ef áform ríkisstjórnar landsins ganga eftir. Aðgerðasinnar og samtök kaþólikka fagna en stjórnarandstaðan fordæmir áformin. 28.1.2026 09:50
Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Tvö félög sem tengjast fyrrum stjórn Sósíalistaflokksins fengu yfir tuttugu milljónir króna frá flokknum árið 2024, bróðurskerfinn af tekjum hans það ár. Flokkurinn eyddi tæpum tíu milljónum króna í baráttuna fyrir alþingiskosningar. 22.1.2026 15:32
Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Fimm starfsmönnum og stjórnarmönnum Vélfags sem voru handteknir í aðgerðum héraðssaksóknara í gær hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. Aðgerðirnar stóðu yfir í nokkrar klukkustundir. Húsleit fór fram á Akureyri og í Reykjavík á sama tíma þar sem lagt var hald á töluvert magn af rafrænum gögnum. 22.1.2026 11:20
Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Útsendarar bandaríska innflytjendaeftirlitsins drógu saklausan mann út úr húsi sínu á nærbuxunum einum fata í nístingskulda í Minnesota eftir að þeir réðust inn í húsið án leitarheimildar. Skammt er síðan alríkisfulltrúi skaut konu til bana í rassíu sem stendur enn yfir í ríkinu. 22.1.2026 11:00
Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Lykilstjórnendur hjá Vélfagi hafa unnið að því að halda starfsemi gangandi í nýju félagi með því að kaupa búnað þess ódýrt. Þá hafa þeir fjarlægt tölvur úr húsnæði fyrirtækisins sem innihalda teikningar af vélum. Nokkrir starfs- og stjórnarmenn Vélfags voru handteknir í aðgerðum saksóknara í dag. 21.1.2026 15:45