Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Reglur sem stærsti lífeyrissjóður landsins hefur sjálfur sett sér banna honum að fjárfesta í nokkrum af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu á sama tíma og meiriháttar uppbygging varna álfunnar stendur fyrir dyrum. Hindranir eru einnig í vegi þess að aðrir íslenskir sjóðir eigi hluti í varnarfyrirtækjum. 9.7.2025 08:02
Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Sjónaukar um alla jörð fylgjast nú grannt með ferð halastjörnu sem á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Halastjarnan er aðeins þriðji slíki gesturinn sem hefur nokkru sinni fundist í sólkerfinu okkar. 8.7.2025 15:19
Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti. 8.7.2025 13:33
Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 sem mögulega lausn á ágreiningi stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok. Hægt væri að kjósa um hana samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. 8.7.2025 11:07
Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor. 8.7.2025 08:55
Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7.7.2025 09:21
Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Evrópskar leyniþjónustustofnanir segja að Rússar noti nú ólögleg efnavopn oftar í hernaði sínum í Úkraínu en áður og hiki ekki við að nota hættulegri efni. Þær telja að herða þurfi á refsiaðgerðum gegn Rússlandi vegna þess. 4.7.2025 13:50
Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Lögreglan í Tampere í Finnlandi telur ekki að stunguárás í miðborginni í gær hafi verið hryðjuverk eða rasísk árás. Finnskur karlmaður á þrítugsaldri stakk og særði fernt fyrir utan verslunarmiðstöð. Hann segist ekki hafa þekkt fórnarlömb sín og valið þau af handahófi. 4.7.2025 11:41
Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Tyrkneska lögreglan handtók Ismail Abdo, sænskan glæpaforingja, í umfangsmiklum aðgerðum gegn glæpagengjum á fimm stöðum í landinu. Sænsk yfirvöld hafa viljað hafa hendur í hári Abdo eftir gengjastríð sem stigmagnaðist fyrir tveimur árum. 4.7.2025 10:45
Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Danir, sem hafa tekið við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, vilja að sambandið beiti sér af fullum þunga gegn Ungverjalandi vegna áframhaldandi brota gegn grundvallargildum þess. Til greina kemur að svipta Ungverja atkvæðarétti í ákveðnum málum. 4.7.2025 09:10