Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum. 9.1.2026 15:30
Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Brottfarir Íslendinga frá Keflavíkurflugvelli hafa aldrei mælst fleiri en í fyrra. Erlendum ferðamönnum fækkaði um 0,4 prósent á milli ára en fjöldinn hefur svo gott sem staðið í stað undanfarin þrjú ár. 9.1.2026 14:52
Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Aukinn meirihluti aðildarríkja Evrópusambandsins samþykkti fríverslunarsamning við fimm suðuramerísk ríki sem mynda fríverslunarbandalagið Mercosur. Verði samningurinn að veruleika verður til stærsta fríverslunarsvæði í heiminum. 9.1.2026 13:25
Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Bandaríska geimvísindastofnunin NASA hefur ákveðið að flytja áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til jarðar á næstu dögum, mánuði á undan áætlun, vegna alvarlegra veikinda eins geimfaranna. Þetta er í fyrsta skipti sem geimleiðangur er styttur vegna veikinda. 9.1.2026 12:03
Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Hagvöxtur sem byggir á sífellt auknu framboði vinnuafls er ekki sjálfbær og næsta vaxtarskeið á Íslandi verður að hvíla á öðrum grunni, að mati prófessors í opinberri verðmætasköpun sem forsætisráðuneytið fær til að ræða um atvinnustefnu ríkisstjórnarinarinnar. 9.1.2026 10:33
Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Aðeins áskrifendur að samfélagsmiðlinum X eiga nú að geta beðið spjallmennið Grok um að skapa fyrir sig myndir. Breytingin er gerð í skugga harðrar gagnrýni og hótana um sektir vegna þess að Grok hefur framleitt ógrynni kynferðislegra mynda af konum og börnum á undanförnum dögum. 9.1.2026 09:07
Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Persónuvernd hafa ekki borist tilkynningar um að íslenskar konur eða börn hafi orðið fyrir barðinu á kynferðislegum myndum spjallmennis samfélagsmiðilsins X. Forstjóri stofnunarinnar segir myndirnar skýrt dæmi um misnotkun gervigreindar. 8.1.2026 16:30
Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skoðar nú möguleikann að flytja áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar heim mörgum mánuðum á undan áætlun vegna veikinda eins geimfaranna. Hann er sagður í stöðugu ástandi en ekki hefur verið greint frá því hvað hrjáir hann. 8.1.2026 14:05
Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. 8.1.2026 11:29
Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ríkið af kröfum aldraðs leigubílsstjóra sem fékk rekstrarleyfi sitt ekki endurnýjað vegna þess að hann keypti vændi fyrir rúmum áratug. Maðurinn sakaði Samgöngustofu meðal annars um að mismuna leigubílstjórum eftir uppruna. 8.1.2026 10:29