Lífstíðarfangelsi yfir hvítum þjóðernissinna vegna fjöldamorðsins í Buffalo Ríkisdómstóll í New York dæmdi hvítan þjóðernissinna sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í borginni Buffalo í fyrra í lífstíðarfangelsi í dag. Karlmaður sem var viðstaddur dómsuppkvaðninguna reyndi að ráðast á sakborninginn. 16.2.2023 00:00
Færði heimsbyggðinni þakkir fyrir aðstoðina Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, þakkaði í dag öllum þeim ríkjum sem hafa boðið fram aðstoð sína eftir skjálftana mannskæðu í síðustu viku en að hans sögn hafa hundrað ríki boðist til að aðstoða og eru björgunarsveitir frá 76 löndum núna í Tyrklandi. 15.2.2023 19:59
„Sæmilegar fréttir“ að viðræður eigi sér stað Fundi í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins verður haldið áfram klukkan 20:00 í kvöld. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að það að deiluaðilar séu saman í húsakynnum sáttasemjara hljóti að teljast sæmilegar fréttir. 15.2.2023 18:21
Ýmsar tilgátur um bráðnun íss á Öskjuvatni en fátt um svör Engar mælingar hafa enn náð að varpa ljósi á hvers vegna ís á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti, mörgum mánuðum fyrr en í hefðbundnu árferði. Ein tilgátan af mörgum er að sterkir suðlægir vindar ásamt hlýindum að undanförnu kunni að hafa stjakað við ísnum. 15.2.2023 17:39
Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins. 14.2.2023 23:48
Segjast hafa samþykkt allar undanþágur vegna almannaöryggis Undanþágunefnd Eflingar segist hafa samþykkt allar beiðnir um undanþágur frá verkfalli sem hefst á morgun á forsendum almannaöryggis sem henni hafa borist. Af þeim tugum umsókna sem nefndin hefur fjallað um hefur einhverjum verið hafnað. 14.2.2023 22:21
Fjölskylda og skólabíllinn innlyksa eftir krapaflóð í Svartárdal Sex manna fjölskylda á bænum Barkarstöðum í Svartárdal er innlyksa á bænum eftir að krapaflóð eyðilagði brúna að honum í gærkvöldi. Skólabíll sveitarinnar er einnig fastur. Gríðarlegar skemmdir urðu á túnum og girðingum bænda í dalnum, að sögn bónda þar. 14.2.2023 21:05
Efling og SA boðuð á fund sáttasemjara í fyrramálið Fulltrúar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eru boðaðir til fundar með Ástráði Haraldssyni, settum ríkissáttasemjara, klukkan níu í fyrramálið. Ástráður var settur í embættið í deilunni eftir að Aðalsteinn Leifsson sagði sig frá henni í gær. 14.2.2023 19:49
Ástráður settur ríkissáttasemjari í deilu SA og Eflingar Ástráður Haraldsson héraðsdómari hefur verið settur ríkissáttasemjari í vinnudeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Í gær tilkynnti Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari að hann myndi segja sig frá deilunni. 14.2.2023 17:16
Telur að fasta rútan hafi greitt götu björgunarsveita Bóndi í Vestur-Skaftafellssýslu sem aðstoðaði rútu sem festi sig í tvígang í ófærð á jóladag segir að björgunarsveitir hafi átt greiðari leið með fólk í skjól vegna þess að eigendur rútunnar fengu hann til hjálpar. Lögreglurannsókn á málinu stendur yfir. 10.1.2023 09:01