Rannsaka kosningaframlög FTX-forkólfa Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir beina sjónum sínum að framlögum stjórnenda rafmyntafyrirtækisins FTX í kosningasjóði stjórnmálamanna. Þeir voru einir stærstu fjárhagslegu bakhjarlar flokkanna tveggja fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði. 19.12.2022 12:36
Samþykkja að vernda þriðjung hafs og jarðar Samkomulag sem ríki heims náðu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika er sagt stærsta skrefið til þessa í verndun land- og hafsvæða. Það felur einnig í sér fjárhagslegan stuðning til þess að vernda líffræðilegan fjölbreytileika í þróunarríkjum. 19.12.2022 11:49
Ekki viss um að heimilislausir hafi ekki vitað af opnun skýla Aldrei kom annað til greina en að halda neyðarskýlum borgarinnar fyrir heimilislausa opnum í óveðri sem gerði um helgina, að sögn formanns borgarráðs. Hann segir leitt ef upplýsingar um opnunartíma skýlanna hafi ekki komist til skila en efast um að heimlislausir hafi ekki vitað af honum. 19.12.2022 10:15
Skoði hvort borgin kaupi eigin snjóruðningstæki Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja láta skoða hvort skynsamlegt sé fyrir borgina að festa kaup á eigin snjóruðningstæki til að hægt verði að ryðja húsagötur fyrr. Til stendur að fara í húsagöturnar í dag áður en bætir í snjó eða hann verður að klaka. 19.12.2022 09:21
Könnuðu skemmdirnar á ferjunni við geimstöðina Áhöfn Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu notuðu vélmennaarm til þess að kanna skemmdir sem urðu á rússneskri Soyuz-geimferju í gær. Yfirvöld á jörðu niðri íhuga hvort senda þurfi annað geimfar til þess að ferja hluta áhafnarinnar heim. 19.12.2022 08:05
Komið að þolmörkum í fjölda skemmtiferðaskipa Mikil fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum kallar á viðbrögð og aukna stýringu á umferð þeirra. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að komið sé að þolmörkum með fjöldanum sem er væntanlegur næsta sumar. 16.12.2022 09:01
Grunar að örloftsteinn hafi valdið skemmdum á geimferju Rússneska geimstofnunin segir að mögulega hafi örloftsteinn valdið skemmdum á Soyuz-geimferju sem liggur við Alþjóðlegu geimstöðina á braut um jörðu. Geimferjan lekur kælivökva en hún á að vera nokkurs konar björgunarbátur fyrir áhöfnina. 15.12.2022 23:54
Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. 15.12.2022 23:38
Blésu af æfingar yngri barna vegna kuldans Knattspyrnuæfingum yngri flokka var aflýst hjá Þrótti í Reykjavík vegna kuldans í dag. Yfirþjálfari segir að búast megi við að gripið verði til frekari slíkra ráðstafana vegna veðurs á morgun. 15.12.2022 21:28
Mögulega viðvarandi mengun í borginni Loftmengun var mikil í frosti og hægviðri í höfuðborginni í dag. Spáð er svipuðu veðri áfram og því vara borgaryfirvöld við því að mengunin gæti orðið viðvarandi. Hvetja yfirvöld almenning til þess að draga úr notkun einkabílsins á meðan. 15.12.2022 20:05