Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vilja taka skýrslu af varaforseta Trump

Bandaríska dómsmálaráðuneytið vill taka vitnaskýrslu af Mike Pence, fyrrverandi varaforseta, í tengslum við sakamálarannsókn á tilraunum Donalds Trump til þess að halda í völdin eftir að hann tapaði forsetakosningunum fyrir tveimur árum. Pence er sagður opinn fyrir því að gefa skýrslu.

Skotar mega ekki kjósa um sjálfstæði aftur án leyfis

Æðsti dómstóll Bretlands bannað skosku heimstjórninni að halda aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands án samþykkis breska þingsins í dag. Skoskir þjóðernissinnar vonuðust til þess að kjósa aftur um sjálfstæði á næsta ári.

Milljarða­eignir FTX sagðar horfnar

Verulegum hluta eigna fallna rafmyntarkauphallarinnar FTX var stolið eða er horfinn, að sögn lögmanna fyrirtækisins. Lögmaður fyrirtækisins heldur því fram að Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri FTX, hafi rekið það eins og persónulegt lén sitt.

Segja byssu­manninn í Kol­or­adó kyn­segin

Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag.

Loftsteinninn á við allt að tíu tonn af sprengiefni

Einstakar mælingar sem náðust með jarðskjálftamælitækjum á loftsteini sem sprakk yfir Suðvesturlandi í fyrra benda til þess að krafturinn í sprengingunni hafi jafnast á við allt að tíu tonn af TNT-sprengiefni. Þrátt fyrir það var steinninn líklega aðeins einhverjir sentímetrar að stærð.

Stór­aukinn við­búnaður í mið­borginni um helgina

Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna.

Stjórn­endur FTX sagðir hafa keypt lúxus­í­búðir fyrir milljarða

Rafmyntarfyrirtækið FTX, stofnandi þess, foreldrar hans og æðstu stjórnendur fyrirtækisins eru sagðir hafa keypt fjölda lúxusfasteigna á Bahamaeyjum fyrir jafnvirði milljarða króna á undanförnum tveimur árum. Fyrirtækið er nú í gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum og er til rannsóknar vegna meintra verðbréfasvika.

Halldór og Róbert slíðra sverðin

Sættir hafa náðst á milli lyfjafyrirtækisins Alvogen og Halldórs Kristmannssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra, sem bar Róbert Wessman forstjóra þess þungum sökum í fyrra. Alvogen féll frá málsókn gegn Halldóri sem segist nú ekki lengur hafa stöðu uppljóstrara.

Sjá meira