Þúsundir hitameta slegin í Evrópu yfir áramótin Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2023 12:08 Snjór er víð af skornum skammti í skíðabrekkum í Alpanna vegna lítillar snjókomu og óvenjulegra hlýinda. Þeim mun meira er af grænu grasi. Þessi mynd er frá Brauneck-skíðasvæðinu í Lenggries í Þýskalandi 28. desember. AP/Sven Hoppe/DPA Hiti var allt frá tíu til tuttugu gráðum yfir meðaltali fyrir árstíma víða á í Evrópu um áramótin. Met var slegin í þúsundatali, sums staðar með margra gráða mun í einstaklega óvenjulegum hlýindum. Nýársdagur var hlýjasti janúardagur í sögu að minnsta kosti sjö Evrópulanda og var veðrið líkast vordegi, að sögn Washington Post. Í Danmörku sýndi hitamælirinn 12,6 gráður en í Lettlandi, Litháen, Hvíta-Rússlandi, Hollandi, Póllandi og Tékklandi var hitinn á bilinu ellefu til tæplega tuttugu gráður. Sérstaklega þóttu næturhlýindi óvanaleg. Á sumum stöðum verður ekki einu sinni svo hlýtt að nóttu til um mitt sumar. Maximiliano Herrera, loftslagsfræðingur sem fylgist með veðuröfgum, segir við bandaríska blaðið að evrópsku hlýindin nú séu „algert rugl“ og „öfgakenndasti veðurviðburður sem hafi nokkru sinni sést í evrópskri loftslagsfræði“. „Það er ekkert sem stenst þessu snúning,“ segir Herrera. Fleiri loftslags- og veðurfræðingar tóku í svipaðan streng. „Það er erfitt að skilja ákafa og útbreiðslu hlýindanna í Evrópu þessa stundina,“ tísti Scott Duncan, skoskur veðurfræðingur. The intensity and extent of warmth in Europe right now is hard to comprehend. Warsaw in Poland just smashed its January record by over 5°C. pic.twitter.com/to4Mif70Hn— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) January 1, 2023 Í Póllandi var hitamet fyrir janúardag slegið fyrir sólarupprás á nýársdagsmorgun. Þá náði hitinn 18,7 gráðum í bænum Glucholazy klukkan fjögur um nótt að staðartíma. Það er hlýrra en lægsti hiti um mitt sumar að meðaltali þar. Enn hlýrra varð eftir því sem leið á daginn. Í Bilbao í Baskalandi á norðanverðum Spáni náði hitinn 25,1 gráðu á nýársdag. Þar hefur aldrei verið hlýrra í janúar. Í Frakklandi mældist hæsti hitinn 24,8 gráður í Verdún í norðaustanverðu landinu á gamlársdag. Á landsvísu var gamlárskvöld það hlýjasta í sögunni í Frakklandi. Hlýindin eiga að láta undan þegar kalt heimskautaloft sígur niður frá norðaustri en þrátt fyrir það gera veðurspár ráð fyrir hita umfram meðallag á stórum hluta meginlandsins til 10. janúar að minnsta kosti. Skíðamenn þjóta eftir mjórri snjóræmu í um 1.600 metra hæð yfir sjávarmáli í Alpabænum Villars-sur-Ollon í Sviss á gamlársdag.AP/Laurent Gillieron/Keystone Grænt gras á skíðasvæðum í lægri fjallshlíðum Í Ölpunum hefur snjókoma verið með minnsta móti og óvenjuhlýtt í veðri það sem af er vetrar. Á skíðasvæðum þar má sum staðar sjá grænt gras, mold og grjót, skíðamönnum til mæðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Anick Haldimann, veðurfræðingur hjá svissnesku veðurstofunni, segir að þaulsetið veðurkerfi hafi færst hlýtt loft frá vestri og suðvestri sem hafi þrýst upp hitanum á meginlandinu. Snjór hafi fallið í hlíðum í meira en 2.000 metra hæð en annars staðar þurfi skíðaáhugamenn að þreyja þorrann. Sömu sögu er að segja í franska hluta Alpanna. Þar hefur snjókoma verið við meðaltal ofan 2.200 metra í sunnan- og norðanverðum Ölpunum. Lægra í fjallshliðum norðanverðra Alpanna og Pýreneafjalla sé snævar saknað. Snjókoma hefur hins vegar verið með besta móti í ítölsku Dólómítunum sunnan við svissnesku Alpana. Skipuleggjendur heimsbikarsmóts í skíðum sem á að fara fram í Adelboden í Sviss eru nú með böggum hildar yfir ástandinu. Toni Hadi, mótshaldari, segir að mótið í ár fari alfarið fram á gervisnjó. „Loftslagið er að breytast aðeins en hvað eigum við að gera hér? Eigum við að stöðva lífið?“ segir hann við AP. Árið 2022 var það hlýjasta í mælingarsögunni bæði í Frakklandi og Sviss. Loftslagsmál Veður Pólland Skíðasvæði Frakkland Sviss Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Nýársdagur var hlýjasti janúardagur í sögu að minnsta kosti sjö Evrópulanda og var veðrið líkast vordegi, að sögn Washington Post. Í Danmörku sýndi hitamælirinn 12,6 gráður en í Lettlandi, Litháen, Hvíta-Rússlandi, Hollandi, Póllandi og Tékklandi var hitinn á bilinu ellefu til tæplega tuttugu gráður. Sérstaklega þóttu næturhlýindi óvanaleg. Á sumum stöðum verður ekki einu sinni svo hlýtt að nóttu til um mitt sumar. Maximiliano Herrera, loftslagsfræðingur sem fylgist með veðuröfgum, segir við bandaríska blaðið að evrópsku hlýindin nú séu „algert rugl“ og „öfgakenndasti veðurviðburður sem hafi nokkru sinni sést í evrópskri loftslagsfræði“. „Það er ekkert sem stenst þessu snúning,“ segir Herrera. Fleiri loftslags- og veðurfræðingar tóku í svipaðan streng. „Það er erfitt að skilja ákafa og útbreiðslu hlýindanna í Evrópu þessa stundina,“ tísti Scott Duncan, skoskur veðurfræðingur. The intensity and extent of warmth in Europe right now is hard to comprehend. Warsaw in Poland just smashed its January record by over 5°C. pic.twitter.com/to4Mif70Hn— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) January 1, 2023 Í Póllandi var hitamet fyrir janúardag slegið fyrir sólarupprás á nýársdagsmorgun. Þá náði hitinn 18,7 gráðum í bænum Glucholazy klukkan fjögur um nótt að staðartíma. Það er hlýrra en lægsti hiti um mitt sumar að meðaltali þar. Enn hlýrra varð eftir því sem leið á daginn. Í Bilbao í Baskalandi á norðanverðum Spáni náði hitinn 25,1 gráðu á nýársdag. Þar hefur aldrei verið hlýrra í janúar. Í Frakklandi mældist hæsti hitinn 24,8 gráður í Verdún í norðaustanverðu landinu á gamlársdag. Á landsvísu var gamlárskvöld það hlýjasta í sögunni í Frakklandi. Hlýindin eiga að láta undan þegar kalt heimskautaloft sígur niður frá norðaustri en þrátt fyrir það gera veðurspár ráð fyrir hita umfram meðallag á stórum hluta meginlandsins til 10. janúar að minnsta kosti. Skíðamenn þjóta eftir mjórri snjóræmu í um 1.600 metra hæð yfir sjávarmáli í Alpabænum Villars-sur-Ollon í Sviss á gamlársdag.AP/Laurent Gillieron/Keystone Grænt gras á skíðasvæðum í lægri fjallshlíðum Í Ölpunum hefur snjókoma verið með minnsta móti og óvenjuhlýtt í veðri það sem af er vetrar. Á skíðasvæðum þar má sum staðar sjá grænt gras, mold og grjót, skíðamönnum til mæðu, að sögn AP-fréttastofunnar. Anick Haldimann, veðurfræðingur hjá svissnesku veðurstofunni, segir að þaulsetið veðurkerfi hafi færst hlýtt loft frá vestri og suðvestri sem hafi þrýst upp hitanum á meginlandinu. Snjór hafi fallið í hlíðum í meira en 2.000 metra hæð en annars staðar þurfi skíðaáhugamenn að þreyja þorrann. Sömu sögu er að segja í franska hluta Alpanna. Þar hefur snjókoma verið við meðaltal ofan 2.200 metra í sunnan- og norðanverðum Ölpunum. Lægra í fjallshliðum norðanverðra Alpanna og Pýreneafjalla sé snævar saknað. Snjókoma hefur hins vegar verið með besta móti í ítölsku Dólómítunum sunnan við svissnesku Alpana. Skipuleggjendur heimsbikarsmóts í skíðum sem á að fara fram í Adelboden í Sviss eru nú með böggum hildar yfir ástandinu. Toni Hadi, mótshaldari, segir að mótið í ár fari alfarið fram á gervisnjó. „Loftslagið er að breytast aðeins en hvað eigum við að gera hér? Eigum við að stöðva lífið?“ segir hann við AP. Árið 2022 var það hlýjasta í mælingarsögunni bæði í Frakklandi og Sviss.
Loftslagsmál Veður Pólland Skíðasvæði Frakkland Sviss Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira