Rafmyntarrisi rambar á barmi þrots Gengi helstu rafmynta heims tók dýfu eftir að ljóst varð að FTX, ein af stærstu rafmyntarkauphöllum heims yrði ekki bjargað af keppinauti sínum. FTX er sagt ramba á barmi þrots í skugga frétta um að viðskiptahættir fyrirtækisins séu til rannsóknar hjá bandarískum yfirvöldum. 10.11.2022 11:00
Varað við stormi á Vestfjörðum síðdegis Gul viðvörun vegna norðaustan hvassviðris eða storms með snjókomu tekur gildi á Vestfjörðum síðdegis. Spáð er 15-23 metrum á sekúndu og rigningu eða slyddu en snjókomu á fjallvegum 10.11.2022 09:08
Repúblikanar þokast nær meirihluta í fulltrúadeildinni Meirihluti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings er nú innan seilingar fyrir repúblikana. Talningu er enn ólokið í fleiri en þrjátíu kjördæmum en repúblikana vantar aðeins sjö sæti til viðbótar. Ekki er búist við að úrslit í öldungadeildinni liggi fyrir fyrr en í fyrsta lagi eftir nokkra daga. 10.11.2022 08:37
Mikil fjölgun hagsmunavarða jarðefnaeldsneytisfyrirtækja á COP27 Áætlað er að um sex hundruð hagsmunaverðir jarðefnaeldsneytisiðnaðarins séu viðstaddir COP27-loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi, um fjórðungi fleiri en tóku þátt í síðustu ráðstefnu í Glasgow. 10.11.2022 07:45
Sakargiftum á hendur Jóni Ásgeiri og Tryggva vísað frá að hluta Hæstiréttur vísaði hluta af meiriháttar skattamáli á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni frá héraðsdómi þegar málið var tekið upp aftur í dag. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið á réttindum þeirra við upphaflega meðferð málsins. 9.11.2022 15:36
Sviss útvistar loftslagsmarkmiðum til snauðari þjóða Stjórnvöld í Sviss hafa gert samninga við nokkur fátækari ríki um að þau dragi úr losun gróðurhúsalofttegunda en að Sviss fái heiðurinn af samdrættinum. Sérfræðingar vara við því að samningar af þessu tagi gætu tafið loftslagsaðgerðir í auðugri ríkjum heims. 9.11.2022 13:49
Vaktin: Talið upp úr kössunum vestanhafs Bandaríkjamenn gengu til þingkosninga í gær og eru yfirráð í báðum deildum þingsins í húfi. Vísir fylgist með helstu vendingum vestanhafs í Vaktinni í dag. 9.11.2022 09:50
Útlit fyrir varnarsigur demókrata í þingkosningunum Vonir repúblikana um að svonefnd „rauð alda“ fleytti þeim til sigurs í báðum deildum Bandaríkjaþings virðist hafa fjarað út í kosningum sem fóru fram í gær. Útlit er fyrir að demókratar gætu landað varnarsigri við aðstæður sem hefðu átt að hygla andstæðingum þeirra verulega. Það gæti þó tekið nokkra daga að fá endanleg úrslit í sumum ríkjum. 9.11.2022 09:18
Vilja taka eins á jarðefnaeldsneyti og kjarnavopnum Hópur eyríkja leggur til að ríkis heims semji um að takmarka útbreiðslu jarðefnaeldsneytis líkt og gert var með kjarnavopn. Áætlað er að þróunarríki þurfi um tvær biljónir dollara á ári til að fjármagna orkuskipti og aðlögun og til að bæta tjón af völdum loftslagshamfara. 8.11.2022 14:41
Telja túlkun endurupptökudóms vafa undirorpna Tveir dósentar í lögfræði telja að sú túlkun endurupptökudóms að hann geti ekki vísað málum sem voru dæmd í Hæstarétti til Landsréttar sé vafa undirorpin. Dómskerfið sé komið í pattstöðu hvað varðar endurupptöku sakamála vegna ólíkrar túlkunar dómstólanna tveggja á lögum. 8.11.2022 12:09