Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. janúar 2026 19:17 Snorri Steinn landsliðsþjálfari átti oft erfitt með sig er hans menn gerðu hver mistökin á fætur öðrum. vísir/vilhelm Ísland er aftur komið í þrönga stöðu á EM eftir að hafa mistekist að vinna Sviss. Lokatölur 38-38 og draumurinn um að komast í undanúrslit er ekki lengur í þeirra höndum. Algjörlega grátlegt. Það kom kannski ekki á óvart að orkustigið í vörninni í upphafi leiks væri ekki það sama og gegn Svíum. Spilað snemma, hálftóm höll, liðið í spennufalli og svo mætti áfram telja. Ég var alveg til í að fyrirgefa það því ég trúði ekki öðru en að strákarnir myndu ná að rífa sig í gang á endanum. Því miður gerðist það aldrei. Varnarleikurinn var hreinasta hörmung lungann af leiknum og meirihluti skota Sviss voru galopin skot. Ítrekað rúllaði Sviss út rauða dreglinum fyrir okkar menn og bauð þeim að taka leikinn yfir en strákarnir þáðu það ekki. Skutu sig þess í stað ítrekað í fótinn. Það var lyginni líkast að fylgjast með þessu. Snemma í seinni hálfleik fór hugurinn að reika til Katowice þar sem Ísland tapaði á ótrúlegan hátt gegn Hvíta-Rússlandi, 39-38. Ég þurfti því miður að upplifa þann harmleik og þessi í kvöld var líklega enn sárari. Lið Sviss er reyndar talsvert öflugra en þetta hvít-rússneska lið. Það gat ekkert. Það var alveg sama hvað við reyndum til þess að kveikja neistann og spóla yfir Svissarana. Það bara gekk ekki. Bjöggi klikkaði í tvígang yfir völlinn og meira að segja Viggó átti lélega sendingu á ögurstundu svo eitthvað sé tínt til. Ég fullyrði það að ekkert af bestu landsliðum heims myndi slátra Svíum á heimavelli og kasta svo mótinu frá sér gegn Sviss. Það er rannsóknarefni af hverju svona ótrúlegar sveiflur geta orðið á leik íslenska handboltalandsliðsins. Þetta er ekkert annað en andlegt gjaldþrot. Ísland er með betra lið en Sviss og það gæti orðið langt þangað til okkar menn fá eins gott tækifæri á undanúrslitum og núna. Þetta var nefnilega algjört dauðafæri. Það er þyngra en tárum taki að sætta sig við að Ísland fer kannski ekki í undanúrslit út af jafntefli gegn Sviss. Ef svo fer eru þetta sögulegar hörmungar. Við höfum síðustu ár þurft á aðstoð að halda til að komast þangað sem við viljum komast. Það hefur aldrei gerst. Við höfum aldrei fengið aðstoðina. Ég býst því ekki við neinu núna. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð Sjá meira
Það kom kannski ekki á óvart að orkustigið í vörninni í upphafi leiks væri ekki það sama og gegn Svíum. Spilað snemma, hálftóm höll, liðið í spennufalli og svo mætti áfram telja. Ég var alveg til í að fyrirgefa það því ég trúði ekki öðru en að strákarnir myndu ná að rífa sig í gang á endanum. Því miður gerðist það aldrei. Varnarleikurinn var hreinasta hörmung lungann af leiknum og meirihluti skota Sviss voru galopin skot. Ítrekað rúllaði Sviss út rauða dreglinum fyrir okkar menn og bauð þeim að taka leikinn yfir en strákarnir þáðu það ekki. Skutu sig þess í stað ítrekað í fótinn. Það var lyginni líkast að fylgjast með þessu. Snemma í seinni hálfleik fór hugurinn að reika til Katowice þar sem Ísland tapaði á ótrúlegan hátt gegn Hvíta-Rússlandi, 39-38. Ég þurfti því miður að upplifa þann harmleik og þessi í kvöld var líklega enn sárari. Lið Sviss er reyndar talsvert öflugra en þetta hvít-rússneska lið. Það gat ekkert. Það var alveg sama hvað við reyndum til þess að kveikja neistann og spóla yfir Svissarana. Það bara gekk ekki. Bjöggi klikkaði í tvígang yfir völlinn og meira að segja Viggó átti lélega sendingu á ögurstundu svo eitthvað sé tínt til. Ég fullyrði það að ekkert af bestu landsliðum heims myndi slátra Svíum á heimavelli og kasta svo mótinu frá sér gegn Sviss. Það er rannsóknarefni af hverju svona ótrúlegar sveiflur geta orðið á leik íslenska handboltalandsliðsins. Þetta er ekkert annað en andlegt gjaldþrot. Ísland er með betra lið en Sviss og það gæti orðið langt þangað til okkar menn fá eins gott tækifæri á undanúrslitum og núna. Þetta var nefnilega algjört dauðafæri. Það er þyngra en tárum taki að sætta sig við að Ísland fer kannski ekki í undanúrslit út af jafntefli gegn Sviss. Ef svo fer eru þetta sögulegar hörmungar. Við höfum síðustu ár þurft á aðstoð að halda til að komast þangað sem við viljum komast. Það hefur aldrei gerst. Við höfum aldrei fengið aðstoðina. Ég býst því ekki við neinu núna.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Fleiri fréttir „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Í beinni: Svíþjóð - Ungverjaland | Ísland vonast eftir sænsku tapi eða jafntefli Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð Sjá meira