Mikið um slagsmál og ofurölvun í miðborginni Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt með mörgum minniháttar málum sem tengdust ofurölvun eða slagsmálum. Lögreglumenn urðu meðal annars vitni að líkamsárás í miðborginni. 6.11.2022 07:26
Kosningateymi Twitter rekið á einu bretti rétt fyrir kosningar Starfsmenn samfélagsmiðilsins Twitter sem sáu um að verjast upplýsingafalsi í kringum kosningar voru á meðal þeirra sem voru sagt upp í umfangsmikilli hópuppsögn í gær. Aðeins þrír dagar eru nú til þýðingarmikilla þingkosninga í Bandaríkjunum. 5.11.2022 12:22
Taldi ákæru í nauðgunarmáli ekki samræmast framburði brotaþola Landsréttardómari vildi vísa frá nauðgunarmáli þar sem hann taldi að ákæra héraðssaksóknara væri ekki í samræmi við framburð brotaþola af atvikum. Fangelsisdómur í málinu var mildaður um sex mánuði. 5.11.2022 11:06
Harma ómannúðlega og vanvirðandi meðferð á hælisleitendum Íslandsdeild mannréttindasamtakanna Amnesty International fordæmir brottvísun íslenskra stjórnvalda á hælisleitendum í vikunni. Harmar hún „ómannúðlega og vanvirðandi“ meðferð á viðkvæmum hópi sem var vísað úr landi í vikunni. 5.11.2022 10:21
Svíar hafna Kúrdum til að friðþægja Tyrki Sænska ríkisstjórnin ætlar að láta af stuðningi við vopnaða sveit Kúrda í Sýrlandi og stjórnmálaflokk sem tengist henni til þess að friðþægja Tyrki. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sett sig upp á móti aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna stuðnings þeirra við Kúrda. 5.11.2022 09:54
Gangast loks við því að útvega Rússum dróna Utanríkisráðherra Írans viðurkenndi í fyrsta skipti í dag að ríkisstjórn hans hefði útvegað Rússum dróna sem hafa verið notaðir í sprengjuárásir í Úkraínu. Hann fullyrðir að drónarnir hafi verið afhentir áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst. 5.11.2022 09:10
Tveggja ára dómur fyrir stórfelld brot gegn barnsmóður og árás á samfanga Landsréttur þyngdi fangelsisdóm yfir karlmanni sem var sakfelldur fyrir ítrekuð og stórfelld brot gegn barnsmóður sinni og sérstaklega hættulega líkamsárás á samfanga í gær. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi en héraðsdómur hafði áður dæmt hann í fimmtán mánaða fangelsi. 5.11.2022 08:29
Fordæma brottvísun á ungmenni sem kom sem fylgdarlaust barn Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi fordæmir að íslensk stjórnvöld hafi vísað úr landi ungmenni sem til landsins sem fylgdarlaust barn rétt eftir að það varð sjálfráða á fimmtudag. Samtökin ítreka áköll sín um að íslensk stjórnvöld hætti að senda hælisleitendur til Grikklands. 5.11.2022 07:45
Mikið eftirlit í miðbænum vegna Airwaves Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með mikið eftirlit í miðborg Reykjavíkur vegna Airwaves-tónlistarhátíðarinnar í nótt. Flest mál sem komu upp voru þó minniháttar og tengdust ölvun. 5.11.2022 07:16
Aron og Embla vinsælustu mannanöfnin í fyrra Nafnið Aron var vinsælasta eiginnafnið á meðal nýfæddra drengja á Íslandi í fyrra, annað árið í röð Embla var vinsælasta stúlkunafnið. 28.10.2022 14:21