Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sakar Við­skipta­blaðið og Morgun­blaðið um saman­tekin ráð gegn sér

Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka.

Sex nú sagðir látnir í skotárásinni í Rússlandi

Háskólanemi sem hóf skothríð á skólafélaga sína í borginni Perm í Rússlandi í morgun drap að minnsta kosti sex manns og særði fjöldi annarra. Hann særðist sjálfur þegar hann streittist gegn handtöku og liggur á sjúkrahúsi.

Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk

Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur.

Bóluefni Pfizer sagt verja fimm til ellefu ára börn

Lyfjarisinn Pfizer segir að bóluefni sitt gegn kórónuveirunni verndi börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Fyrirtækið ætlar sér að sækja um leyfi til að gefa börnum bóluefnið í Bandaríkjunum á næstunni.

Tuttugu og fimm greindust innanlands

Tuttugu og fimm manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Rúmlega þrjú hundruð manns eru nú í einangrun með Covid-19, tæplega fimmtíu færri en fyrir helgi.

Telja sig hafa fundið lík ungrar konu sem hvarf á ferðalagi með kærastanum

Bandaríska alríkislögreglan staðfesti í gær að lík Gabrielle Petito, sem var saknað eftir að hún fór í ferðalag með kærastanum þvert yfir Bandaríkin, hefði að líkindum fundist í Wyoming. Kærasta hennar er nú einnig saknað og fór umfangsmikil leit fram á náttúruverndarsvæði á Flórída um helgina. 

Varar fólk við að reyna að smitast af veirunni

Ómögulegt er að segja til um hver veikist alvarlega af þeim sem smitast af kórónuveirunni. Því varar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fólk endregið við því að reyna vísvitandi að smitast.

Olían á ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálaflokkunum

Nær allir stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram á landsvísu til Alþingiskosninganna eru sammála um að útiloka ætti leit og vinnslu á olíu í íslenskri lögsögu. Aðeins Flokkur fólksins og Miðflokkurinn segjast ekki tilbúnir að slá jarðefnaeldsneytisvinnslu alveg út af borðinu.

Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra

Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt.

Sjá meira