Hundruð enn í fangelsi eftir mótmælin á Kúbu í sumar Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2021 12:09 Svartklæddir liðsmenn öryggissveita kúbversku kommúnistastjórnarinnar í eftirlitsferð um Havana eftir fjölmenn mótmæli þar í júlí. Hundruð manna voru handtekin í kjölfar þeirra. Vísir/Getty Kommúnistastjórnin á Kúbu heldur enn hátt í fimm hundruð manns í fangelsi af þeim rúmlega þúsund sem voru handteknir á mótmælum gegn stjórnvöldum í sumar. Mannréttindasamtök segja að fangarnir sæti ýmis konar harðræði. Mótmælin í sumar voru þau umfangsmestu gegn stjórnvöldum á Kúbu í áratugi. Fólk þusti þá út á götur til þess að mótmæla viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, orkuskorti og bágbornu efnahagsástandi. Í fyrstu virtust stjórnvöld bregðast við mótmælunum á tiltölulega hófsaman hátt. Klukkustundirnar og dagana eftir að mótmælin brutust út voru hins vegar fleiri en þúsund manns handteknir í viðamiklum aðgerðum öryggissveita. Nærri því fimm hundruð eru enn í haldi stjórnvalda og hafa pólitískir fangar ekki verið fleiri í að minnsta kosti tvo áratugi, að sögn Washington Post. Fangarnir sæta barsmíðum, niðurlægingu og andlegu ofbeldi, að því er segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar sem var birt í dag. Yfirvöld hafi kerfisbundið gripið til gerræðislegra handtaka á mótmælendum sem voru langflestir friðsamir og mál þeirra hafi fengið vafasama umfjöllun fyrir dómstólum. Bandaríska blaðið segist hafa staðfest margar frásagnir fanganna, þar á meðal nokkurra sem segjasta hafa verið refsað við að neita að hrópa „Lengi lifi Fídel!“, lof um Fídel Castro, fyrrverandi forseta og byltingarleiðtoga. Í mörgum tilfellum voru fangarnir beittir ofbeldi fyrstu dagana eftir að þeir voru handteknir. Síðan hafi þeir verið látnir hýrast í yfirfullum fangaklefum þar sem hreinlæti og mat var ábótavant. Lítið er sagt vitað um aðstæður þeirra hundraða sem eru enn í haldi. Á meðal þeirra handteknu og fangelsuðu eru almennir borgarar, blaðamenn, aðgerðarsinnar og þekktir andófsmenn. Sumir þeirra voru jafnvel handteknir áður en þeir komust á mótmælin í sumar. Kúbversk stjórnvöld neita því að þau fari illa með mótmælendur. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, sagði í ágúst að einskis mótmælanda væri saknað og að þeir væru ekki pyntaðir. Ættingjum þeirra væri alltaf sagt frá því hvar þeir væru niður komnir. Viðurkenndi hann þó að „einhverjar öfgar“ gætu orðið við „flóknar aðstæður“. Kúba Mannréttindi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira
Mótmælin í sumar voru þau umfangsmestu gegn stjórnvöldum á Kúbu í áratugi. Fólk þusti þá út á götur til þess að mótmæla viðbrögðum stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, orkuskorti og bágbornu efnahagsástandi. Í fyrstu virtust stjórnvöld bregðast við mótmælunum á tiltölulega hófsaman hátt. Klukkustundirnar og dagana eftir að mótmælin brutust út voru hins vegar fleiri en þúsund manns handteknir í viðamiklum aðgerðum öryggissveita. Nærri því fimm hundruð eru enn í haldi stjórnvalda og hafa pólitískir fangar ekki verið fleiri í að minnsta kosti tvo áratugi, að sögn Washington Post. Fangarnir sæta barsmíðum, niðurlægingu og andlegu ofbeldi, að því er segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar sem var birt í dag. Yfirvöld hafi kerfisbundið gripið til gerræðislegra handtaka á mótmælendum sem voru langflestir friðsamir og mál þeirra hafi fengið vafasama umfjöllun fyrir dómstólum. Bandaríska blaðið segist hafa staðfest margar frásagnir fanganna, þar á meðal nokkurra sem segjasta hafa verið refsað við að neita að hrópa „Lengi lifi Fídel!“, lof um Fídel Castro, fyrrverandi forseta og byltingarleiðtoga. Í mörgum tilfellum voru fangarnir beittir ofbeldi fyrstu dagana eftir að þeir voru handteknir. Síðan hafi þeir verið látnir hýrast í yfirfullum fangaklefum þar sem hreinlæti og mat var ábótavant. Lítið er sagt vitað um aðstæður þeirra hundraða sem eru enn í haldi. Á meðal þeirra handteknu og fangelsuðu eru almennir borgarar, blaðamenn, aðgerðarsinnar og þekktir andófsmenn. Sumir þeirra voru jafnvel handteknir áður en þeir komust á mótmælin í sumar. Kúbversk stjórnvöld neita því að þau fari illa með mótmælendur. Miguel Díaz-Canel, forseti Kúbu, sagði í ágúst að einskis mótmælanda væri saknað og að þeir væru ekki pyntaðir. Ættingjum þeirra væri alltaf sagt frá því hvar þeir væru niður komnir. Viðurkenndi hann þó að „einhverjar öfgar“ gætu orðið við „flóknar aðstæður“.
Kúba Mannréttindi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sjá meira