Sækja veikan jeppamann á Langjökli Björgunarsveitir frá Borgarfirði og Árnessýslu eru nú á leið til aðstoðar veikum ferðamanni á jeppa á Langjökli. Flytja á ferðamanninn til móts við sjúkrabíl sem er á leiðinni að jöklinum. 31.5.2024 19:24
VÍS þarf að bæta hluta jarðýtu í mannskæðu vinnuslysi Vátryggingafélag Íslands þarf að bæta þriðjung tjóns verktakafyrirtækis þegar ýta á vegum þess féll ofan í malarnámu árið 2020. Orsök slyssins var rakin til ölvunar og stórkostlegs gáleysis jarðýtustjórans sem fórst í slysinu. 31.5.2024 18:32
Svona voru ávörp frambjóðendanna í kappræðunum Forsetaframbjóðendurnir sex sem tóku þátt í kappræðum Stöðvar 2 og Vísis í kvöld fengu eina mínútu hver til þess að tala beint til kjósenda. Hér má sjá ávörp hvers og eins. 30.5.2024 23:10
Trump sakfelldur fyrir skjalafals í þagnargreiðslumáli Kviðdómur í New York sakfelldi Donald Trump fyrir að falsa skjöl til þess að hylma yfir greiðslur til klámstjörnu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Trump, sem var fundinn sekur í öllum ákæruliðum, segir niðurstöðuna „skammarlega“. 30.5.2024 21:09
Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30.5.2024 19:04
Veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf Spænska þingið samþykkti umdeild lög sem veita katalónskum aðskilnaðarsinnum sakaruppgjöf vegna ólöglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og tilraunar til þess að lýsa yfir sjálfstæði árið 2017. Naumur minnihluti þingheims greiddi atkvæði með frumvarpinu. 30.5.2024 18:21
Fráfarandi bæjarstjóri Árborgar sóttist eftir að halda áfram Fjóla Kristinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri Árborgar sem sagði skyndilega skilið við meirihlutann í síðustu viku, sóttist eftir því að sitja áfram í embætti. Hún segist ætla að sitja áfram í bæjarstjórn og veita meirihlutanum aðhald. Verðandi bæjarstjóri segir áformin ekki hafa átt að koma neinum á óvart. 30.5.2024 07:01
Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. 29.5.2024 09:19
Ógiltu neitunarvald forseta til að koma fjölmiðlalögum í gegn Stjórnarflokkur Georgíu nýtti aukinn meirihluta sinn á þingi til þess að ógilda neitunarvald sem forseti landsins beitti á umdeild fjölmiðlalög í dag. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt lögunum undanfarnar vikur. 28.5.2024 15:38
Voru látin í einhvern tíma áður en lögregla fór inn Sambýlisfólk á sjötugsaldri hafði verið látið í einhvern tíma áður en lögreglumenn fundu lík þess í húsi í Bolungarvík í gærkvöldi. Enginn er með réttarstöðu grunaðs í tengslum við andlátin en lögreglustjóri segir að krufning eigi eftir að skýra myndina betur. 28.5.2024 14:16