Rúta brann til kaldra kola við Sóltún Mannlaus rúta brann til kaldra kola á bílastæði í Sóltúni í Reykjavík skömmu eftir klukkan sjö í kvöld. Enginn annar skaði varð af völdum eldsins. Slökkvilið telur að rútan hafi verið númerslaus. 24.5.2024 20:05
Tamningakona sýknuð af bótakröfu vegna reiðslyss Landsréttur staðfesti sýknu tamningakonu af skaðabótakröfu ungrar konu sem slasaðist alvarlega í reiðslysi þegar hún var unglingur. Unga konan missti hluta af nýra og hefur glímt við aðrar líkamlegar og andlegar afleiðingar eftir slysið. 24.5.2024 19:03
Stöðvaði innbrotsþjóf sem var hálfur inni í bílnum Umráðamaður bifreiðar náði að koma í veg fyrir að innbrotsþjófur kæmist burt eftir að hann greip þjófinn glóðvolgan. Þjófurinn var hálfur inni í bílnum þegar komið var að honum. 24.5.2024 17:55
Enginn málefnalegur ágreiningur skýri brotthvarf bæjarstjóra Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg og verðandi bæjarstjóri segir engan málefnalegan ágreining hafa verið innan flokksins í bæjarstjórn sem skýri brotthvarf Fjólu Kristinsdóttur úr meirihlutanum. Fjóla vill ekki tjá sig um ákvörðun sína. 24.5.2024 08:00
Segir yfirlýsingar um að FBI hafi mátt skjóta Trump stórhættulegar Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir fullyrðingar Donalds Trump og bandamanna hans að alríkislögreglan FBI hafi fengið heimild til þess að skjóta hann þegar hún gerði húsleit hjá honum stórhættulegar. Fullyrðingarnar byggjast á stöðluðu orðalagi í tengslum við húsleitir. 23.5.2024 23:45
Augljóst að fylgið er enn á verulegri hreyfingu Fylgi við forsetaframbjóðendur er enn á verulegri hreyfingu nú þegar rúm vika er til kosninga, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Hann segir mjög athyglisvert að forystusauðurinn Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með fjórðungsfylgi. 23.5.2024 23:08
Áfram í fangelsi þótt gæsluvarðhaldskröfu hafi verið hafnað Litháenskur karlmaður sem er grunaður um að hafa valdið dauða samlanda síns í sumarhúsabyggð í Kiðjabergi í apríl verður áfram í haldi þrátt fyrir að dómari hafi hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglu. Maðurinn afplánar nú eldri fangelsisdóm. 23.5.2024 20:31
Landsbankinn telur skilmála sína nógu skýra Skilmálar fasteignalána Landsbankans uppfylla íslensk og evrópsk lög að mati bankans þrátt fyrir að EFTA-dómstóllinn hafi gert athugasemdir við að orðalag um breytilega vexti væri ekki gagnsætt í dag. 23.5.2024 18:35
Saka Rússa um að skapa ótta á Eystrasalti Ráðherrar ríkja við Eystrasalt segja tilburði Rússa til að breyta mörkum hafsvæða þar hluta af óhefðbundnum hernaði þeirra gegn Evrópu og NATO sem sé ætlað að valda ótta og óvissu. Rússar segja ekkert „pólitískt“ við breytingarnar. 22.5.2024 12:05
Saka Ísraela um að misbeita lögum til þess að stöðva streymi frá Gasa Ísraelsk stjórnvöld slökktu á vefmyndavél AP-fréttastofunnar sem hefur sýnt Gasa í beinu streymi og lagði hald á hana í gær. AP sakar Ísraela um að misnota ný fjölmiðlalög sem voru nýlega notuð til þess að banna katörsku fréttastofuna al-Jazeera. 22.5.2024 09:26