Dæmdu samskiptastjóra Meta fyrir að „verja hryðjuverk“ Rússneskur herdómstóll dæmdi samskiptastjóra samfélagsmiðlarisans Meta í sex ára fangelsi að honum fjarstöddum í dag. Hann var sakaður um að birta ummæli á netinu til stuðnings Úkraínumönnum í innrás Rússa í nágrannaland sitt. 22.4.2024 14:08
Modi sakaður um múslimaandúð í miðjum kosningum Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni. 22.4.2024 11:55
Evrópa hlýnar hraðast heimsálfanna Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum. 22.4.2024 10:32
Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22.4.2024 08:35
Íkveikjan ekki talin hafa beinst að Trump eða réttarhöldunum Lögreglan í New York telur ekki að karlmaður á fertugsaldri sem kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshús þar sem réttað er yfir Donald Trump hafi ætlað sér að skaða Trump eða aðra. Maðurinn er sagður í lífshættu á sjúkrahúsi. 20.4.2024 00:00
Getur gosið hvenær sem er Sviðsstjóri almannavarna segir að nýtt gos geti hafist á Reykjanesi hvenær sem er. Líklegast sé að gjósi þar sem kvika kemur upp núna á Sundhnúkagígaröðinni. 19.4.2024 23:29
Breytinga þörf eigi Landsbankinn ekki að keppa á markaði Fráfarandi bankaráð Landsbankans segir hluthafa þurfa að breyta tilgangi félagsins ef hlutverk hans á ekki að vera að taka þátt í samkeppni á fjármálamarkaði. Kaup á TM hafi samræmst eigendastefnu ríkisins því þau hámari virði eignarhluts ríkisins. 19.4.2024 21:09
Bandarísk þota í vandræðum lenti í Keflavík Viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í kvöld vegna farþegaþotu bandaríska Delta-flugfélagsins sem óskaði eftir að að fá að lenda vegna vandamáls um borð. Vélin var á leið frá Heathrow á Englandi til Los Angeles í Bandaríkjunum. 19.4.2024 19:27
Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. 19.4.2024 19:00
Framkvæmdastjórinn sagður hafa greitt sjálfum sér án heimildar Fyrrverandi framkvæmdastjóri og formaður Blaðamannafélags Íslands (BÍ) er sagður hafa greitt sjálfum sér milljónir í fyrirframgreidd laun og stofnað til annarra útgjalda án heimildar í úttekt sem endurskoðunarfyrirtæki gerði á bókhaldi félagsins. 19.4.2024 18:32