Þór aðstoðaði vélarvana strandveiðibát Áhöfn Þórs, björgunarskips Landsbjargar í Vestmannaeyjum var, aðstoðaði strandveiðibát vegna vélarbilunar þegar hann var að veiðum utan við eyjarnar í morgun. Báturinn var dreginn til hafnar í Eyjum. 6.7.2023 15:44
Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6.7.2023 14:41
Elstu börn Berlusconi fá viðskiptaveldið í arf Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu og einn auðugasti maður landsins, eftirlét elstu börnum sínum tveimur forræði yfir viðskiptaveldi hans. Kærasta Berlusconi sem var meira en hálfri öld yngri en hann fær milljarða samkvæmt erfðaskrá hans sem hefur nú verið gerð opinber. 6.7.2023 12:31
Varað við skorti á sykursýkislyfi sem er vinsælt til megrunar Lyfjastofnun varað við því að skortur á sykursýkislyfinu Ozempic sé fyrirsjáanlegur út þetta ár. Aukin eftirspurn eftir lyfinu valdi því að litlar birgðir séu til af því á Íslandi og víðar. Lyfið er vinsælt í megrunarskyni. 6.7.2023 10:29
Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. 6.7.2023 09:09
Segir Prigozhin í Rússlandi Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, sé staddur í Rússlandi og málaliðar hans séu í herbúðum sínum. Innan við tvær vikur eru frá því að Prigozhin og málaliðar hans gerðu uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum. 6.7.2023 08:32
Saka hver annan um að ætla sér að ráðast á kjarnorkuverið Úkraínumenn og Rússar saka hver annan um að ætla sér að ráðast á Zaporizhzhia-kjarnorkuverið í suðaustanverðri Úkraínu. Hvorugir þeirra hafa þó lagt fram sannanir fyrir fullyrðingum sínum. 5.7.2023 15:18
Thunberg ákærð fyrir að óhlýðnast lögreglu Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt. 5.7.2023 14:30
Ráðherra sver af sér rasíska samsæriskenningu Innanríkisráðherra Finnlands hafnaði því að hann aðhylltist rasíska hægriöfgasamsæriskenningu og eyddi gömlum færslum á samfélagsmiðlum eftir að fjölmiðlar fjöluðu um þær um helgina. Innan við vika er frá því að annar ráðherra sagði af sér í skugga ásakana um tengsl við hægriöfgaöfl. 5.7.2023 12:59
Leiðtogi katalónskra aðskilnaðarsinna sviptur friðhelgi Almenni dómstóll Evrópusambandsins svipti Carles Pugdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, friðhelgi sem Evrópuþingmaður í dag. Ákvörðunin þýðir að Puigdemont gæti verið framseldur til Spánar þar sem hann sætir ákæru. 5.7.2023 11:27