Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kjartan Kjartansson skrifar 20. janúar 2025 09:18 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, náði kjöri sem jöfnunarþingmaður í alþingiskosningunum. Verði talið aftur í Suðvesturkjördæmi gætu hæglega orðið breytingar á jöfnunarþingmönnum. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. Beiðnir Kolbrúnar og Dags B. Eggertssonar um lausnar frá störfum sem borgarfulltrúar voru lagðar fram í forsætisnefnd borgarinnar á föstudag. Dagur óskaði lausnar út kjörtímabilið og vísaði til þess að hann teldi hvorki raunhæft né rétt að hann sinnti störfum kjörins fulltrúa í borgarstjórn og á þingi samtímis. Kolbrún baðst hins vegar aðeins tímabundinnar lausnar frá 21. janúar til 18. febrúar. Í bréfi hennar til borgarstjórnar segir að í ljósi þess að undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga hafi verið skipuð en ekki skilað niðurstöðu óski hún eftir tímabundnu leyfi. Nokkrar kærur hafa komið fram vegna alþingiskosninganna sem fóru fram 30. nóvember. Píratar í Suðvesturkjördæmi krefjast ógildingar kosninganna vegna framkvæmdar þeirra og Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu atkvæða þar. Undirbúningsnefndin sem tók til starfa í síðustu viku hefur víðtækar heimildir og getur meðal annars farið fram á endurtalningu atkvæða. Ákvæði hún að láta endurtalningu fara fram gæti það haft áhrif á skiptingu svonefndra jöfnunarþingmanna á milli kjördæma. Ólíkt Kolbrúnu er Dagur B. Eggertsson kjördæmakjörinn þingmaður. Hann á sæti í undirbúningsnefndinni fyrir rannsókn kosninganna.Vísir/Einar Biðst fullrar lausnar þegar úrslitin hafa verið staðfest Kolbrún náði kjöri sem jöfnunarþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún segist ekki örugg með þingsæti sitt fyrr en undirbúningsnefndin hefur lokið sínum störfum. Rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga fer fram á þingsetningarfundi sem er fyrirhugaður 4. febrúar. „Ég þarf að sjá hvað nefndin gerir. Það þarf að lýsa kosningarnar gildar og löglegar áður en ég er örugg með mitt sæti. Ég byrja bara á að sjá hvað kemur út úr þessu,“ segir hún. Í lausnarbréfi Kolbrúnar segir að gert sé ráð fyrir að hún óski lausnar til loka kjörtímabilsins um leið og niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir, kosningarnar hafi verið lýstar löglegar og þing verið sett. „Ef að það verður til dæmis ákveðið að endurtelja, sem gæti gerst, er ég bara ein af þessum jöfnunarþingmönnum sem geta bara dottið út,“ segir Kolbrún sem naut ráðgjafar lögfræðinga borgarinnar. Dagur, sem er kjördæmakjörinn og þarf ekki að óttast að endurtalning atkvæða ógni þingsæti hans, á sæti í undirbúningsnefndinni hefur örlög Kolbrúnar í hendi sér. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 17. janúar 2025 12:32 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. 15. janúar 2025 12:30 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Fleiri fréttir Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Sjá meira
Beiðnir Kolbrúnar og Dags B. Eggertssonar um lausnar frá störfum sem borgarfulltrúar voru lagðar fram í forsætisnefnd borgarinnar á föstudag. Dagur óskaði lausnar út kjörtímabilið og vísaði til þess að hann teldi hvorki raunhæft né rétt að hann sinnti störfum kjörins fulltrúa í borgarstjórn og á þingi samtímis. Kolbrún baðst hins vegar aðeins tímabundinnar lausnar frá 21. janúar til 18. febrúar. Í bréfi hennar til borgarstjórnar segir að í ljósi þess að undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga hafi verið skipuð en ekki skilað niðurstöðu óski hún eftir tímabundnu leyfi. Nokkrar kærur hafa komið fram vegna alþingiskosninganna sem fóru fram 30. nóvember. Píratar í Suðvesturkjördæmi krefjast ógildingar kosninganna vegna framkvæmdar þeirra og Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu atkvæða þar. Undirbúningsnefndin sem tók til starfa í síðustu viku hefur víðtækar heimildir og getur meðal annars farið fram á endurtalningu atkvæða. Ákvæði hún að láta endurtalningu fara fram gæti það haft áhrif á skiptingu svonefndra jöfnunarþingmanna á milli kjördæma. Ólíkt Kolbrúnu er Dagur B. Eggertsson kjördæmakjörinn þingmaður. Hann á sæti í undirbúningsnefndinni fyrir rannsókn kosninganna.Vísir/Einar Biðst fullrar lausnar þegar úrslitin hafa verið staðfest Kolbrún náði kjöri sem jöfnunarþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún segist ekki örugg með þingsæti sitt fyrr en undirbúningsnefndin hefur lokið sínum störfum. Rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga fer fram á þingsetningarfundi sem er fyrirhugaður 4. febrúar. „Ég þarf að sjá hvað nefndin gerir. Það þarf að lýsa kosningarnar gildar og löglegar áður en ég er örugg með mitt sæti. Ég byrja bara á að sjá hvað kemur út úr þessu,“ segir hún. Í lausnarbréfi Kolbrúnar segir að gert sé ráð fyrir að hún óski lausnar til loka kjörtímabilsins um leið og niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir, kosningarnar hafi verið lýstar löglegar og þing verið sett. „Ef að það verður til dæmis ákveðið að endurtelja, sem gæti gerst, er ég bara ein af þessum jöfnunarþingmönnum sem geta bara dottið út,“ segir Kolbrún sem naut ráðgjafar lögfræðinga borgarinnar. Dagur, sem er kjördæmakjörinn og þarf ekki að óttast að endurtalning atkvæða ógni þingsæti hans, á sæti í undirbúningsnefndinni hefur örlög Kolbrúnar í hendi sér.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 17. janúar 2025 12:32 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. 15. janúar 2025 12:30 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Fleiri fréttir Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Sjá meira
Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 17. janúar 2025 12:32
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40
Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. 15. janúar 2025 12:30