Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Kjartan Kjartansson skrifar 20. janúar 2025 09:18 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, náði kjöri sem jöfnunarþingmaður í alþingiskosningunum. Verði talið aftur í Suðvesturkjördæmi gætu hæglega orðið breytingar á jöfnunarþingmönnum. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins sem náði kjöri til Alþingis, hefur beðist tímabundinnar lausnar í borginni. Sem jöfnunarþingmaður segist hún ekki ætla að biðjast endanlegrar lausnar sem borgarfulltrúi fyrr en úrslit þingkosninganna hafa verið staðfest og þingsæti hennar sé öruggt. Beiðnir Kolbrúnar og Dags B. Eggertssonar um lausnar frá störfum sem borgarfulltrúar voru lagðar fram í forsætisnefnd borgarinnar á föstudag. Dagur óskaði lausnar út kjörtímabilið og vísaði til þess að hann teldi hvorki raunhæft né rétt að hann sinnti störfum kjörins fulltrúa í borgarstjórn og á þingi samtímis. Kolbrún baðst hins vegar aðeins tímabundinnar lausnar frá 21. janúar til 18. febrúar. Í bréfi hennar til borgarstjórnar segir að í ljósi þess að undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga hafi verið skipuð en ekki skilað niðurstöðu óski hún eftir tímabundnu leyfi. Nokkrar kærur hafa komið fram vegna alþingiskosninganna sem fóru fram 30. nóvember. Píratar í Suðvesturkjördæmi krefjast ógildingar kosninganna vegna framkvæmdar þeirra og Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu atkvæða þar. Undirbúningsnefndin sem tók til starfa í síðustu viku hefur víðtækar heimildir og getur meðal annars farið fram á endurtalningu atkvæða. Ákvæði hún að láta endurtalningu fara fram gæti það haft áhrif á skiptingu svonefndra jöfnunarþingmanna á milli kjördæma. Ólíkt Kolbrúnu er Dagur B. Eggertsson kjördæmakjörinn þingmaður. Hann á sæti í undirbúningsnefndinni fyrir rannsókn kosninganna.Vísir/Einar Biðst fullrar lausnar þegar úrslitin hafa verið staðfest Kolbrún náði kjöri sem jöfnunarþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún segist ekki örugg með þingsæti sitt fyrr en undirbúningsnefndin hefur lokið sínum störfum. Rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga fer fram á þingsetningarfundi sem er fyrirhugaður 4. febrúar. „Ég þarf að sjá hvað nefndin gerir. Það þarf að lýsa kosningarnar gildar og löglegar áður en ég er örugg með mitt sæti. Ég byrja bara á að sjá hvað kemur út úr þessu,“ segir hún. Í lausnarbréfi Kolbrúnar segir að gert sé ráð fyrir að hún óski lausnar til loka kjörtímabilsins um leið og niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir, kosningarnar hafi verið lýstar löglegar og þing verið sett. „Ef að það verður til dæmis ákveðið að endurtelja, sem gæti gerst, er ég bara ein af þessum jöfnunarþingmönnum sem geta bara dottið út,“ segir Kolbrún sem naut ráðgjafar lögfræðinga borgarinnar. Dagur, sem er kjördæmakjörinn og þarf ekki að óttast að endurtalning atkvæða ógni þingsæti hans, á sæti í undirbúningsnefndinni hefur örlög Kolbrúnar í hendi sér. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 17. janúar 2025 12:32 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. 15. janúar 2025 12:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Beiðnir Kolbrúnar og Dags B. Eggertssonar um lausnar frá störfum sem borgarfulltrúar voru lagðar fram í forsætisnefnd borgarinnar á föstudag. Dagur óskaði lausnar út kjörtímabilið og vísaði til þess að hann teldi hvorki raunhæft né rétt að hann sinnti störfum kjörins fulltrúa í borgarstjórn og á þingi samtímis. Kolbrún baðst hins vegar aðeins tímabundinnar lausnar frá 21. janúar til 18. febrúar. Í bréfi hennar til borgarstjórnar segir að í ljósi þess að undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga hafi verið skipuð en ekki skilað niðurstöðu óski hún eftir tímabundnu leyfi. Nokkrar kærur hafa komið fram vegna alþingiskosninganna sem fóru fram 30. nóvember. Píratar í Suðvesturkjördæmi krefjast ógildingar kosninganna vegna framkvæmdar þeirra og Framsóknarflokkurinn fór fram á endurtalningu atkvæða þar. Undirbúningsnefndin sem tók til starfa í síðustu viku hefur víðtækar heimildir og getur meðal annars farið fram á endurtalningu atkvæða. Ákvæði hún að láta endurtalningu fara fram gæti það haft áhrif á skiptingu svonefndra jöfnunarþingmanna á milli kjördæma. Ólíkt Kolbrúnu er Dagur B. Eggertsson kjördæmakjörinn þingmaður. Hann á sæti í undirbúningsnefndinni fyrir rannsókn kosninganna.Vísir/Einar Biðst fullrar lausnar þegar úrslitin hafa verið staðfest Kolbrún náði kjöri sem jöfnunarþingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún segist ekki örugg með þingsæti sitt fyrr en undirbúningsnefndin hefur lokið sínum störfum. Rannsókn á kosningu þingmanna og gildi kosninga fer fram á þingsetningarfundi sem er fyrirhugaður 4. febrúar. „Ég þarf að sjá hvað nefndin gerir. Það þarf að lýsa kosningarnar gildar og löglegar áður en ég er örugg með mitt sæti. Ég byrja bara á að sjá hvað kemur út úr þessu,“ segir hún. Í lausnarbréfi Kolbrúnar segir að gert sé ráð fyrir að hún óski lausnar til loka kjörtímabilsins um leið og niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir, kosningarnar hafi verið lýstar löglegar og þing verið sett. „Ef að það verður til dæmis ákveðið að endurtelja, sem gæti gerst, er ég bara ein af þessum jöfnunarþingmönnum sem geta bara dottið út,“ segir Kolbrún sem naut ráðgjafar lögfræðinga borgarinnar. Dagur, sem er kjördæmakjörinn og þarf ekki að óttast að endurtalning atkvæða ógni þingsæti hans, á sæti í undirbúningsnefndinni hefur örlög Kolbrúnar í hendi sér.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Flokkur fólksins Tengdar fréttir Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 17. janúar 2025 12:32 Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40 Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. 15. janúar 2025 12:30 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Nýkjörið Alþingi Íslendinga kemur saman þann 4. febrúar næstkomandi. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. 17. janúar 2025 12:32
Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Það er mat Landskjörstjórnar að brýnt sé að endurskoða framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu, bæði hér á landi sem og erlendis. Í þessari endurskoðun væri mikilvægt að skoða sérstaklega hvort unnt væri að gera framkvæmdina skilvirkari og öruggari. 15. janúar 2025 16:40
Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Umsögn landskjörstjórnar um framkvæmd alþingiskosninga verður afhent undribúningsnefnd Alþingis og birt opinberlega síðar í dag. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kosninga kemur saman til fyrsta fundar síðdegis en nefndin hefur víðtækar heimildir til að rannsaka framkomin álitaefni og getur meðal annars farið fram á endurtalningu. Verðandi forseti Alþingis telur ólíklegt að kosningarnar verði ógiltar. 15. janúar 2025 12:30