Birta hótunarbréfið í fyrsta sinn Norska dagblaðið VG birti í dag hótunarbréf sem auðjöfurinn Tom Hagen segir að hann hafi fengið sent eftir að eiginkona hans, Anne-Elisabeth Hagen, hvarf af heimili þeirra hjóna í Lorenskógi árið 2018. 5.6.2020 23:30
Sleginn yfir því að tapa dýragarðinum í hendur erkióvinarins Joseph Maldonado-Passge, betur þekktur sem Joe Exotic, er í hæsta máta óánægður með að Carole Baskin, erkióvinur hans og forstjóri dýraverndunarsamtakanna Big Cat Rescue, hafi fengið yfirráð yfir dýragarði sem eitt sinn var í eigu Exotic. 5.6.2020 22:35
Nágrannar hjálpuðu við að slökkva sinueldinn Mikill gróðureldur geisar nú við Ásvelli í Hafnarfirði. Allt tiltækt slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar eru nú á staðnum að reyna að ráða niðurlögum brunans. 5.6.2020 20:28
Þrisvar sinnum fleiri Íslendingar taldir hafa fengið veiruna en greindust með hana Niðurstöður úr Covid-mótefnamælingum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið veiruna en greindust með hana. 5.6.2020 19:53
Þórunn Anna tekur við Neytendastofu Þórunn Anna Árnadóttir hefur verið sett í embætti forstjóra Neytendastofu frá 1. júlí til 31. desember. 5.6.2020 18:02
Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu Lögreglunni á Norðurlandi Vestra hefur borist áreiðanlegar upplýsingar þess efnis að hlaupbangsar sem innihalda fíkniefni séu í umferð á svæðinu. Óttast er að bangsarnir séu víðar á landinu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.6.2020 18:00
Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5.6.2020 17:43
Gæsluvarðhald vegna heimilisofbeldis fellt úr gildi Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tvítugum karlmanni sem var handtekinn á sunnudag grunaður um heimilisofbeldi. 4.6.2020 23:20
Sagður hafa setið á bar og játað aðild sína að hvarfi Madeleine Maðurinn sem nú er grunaður um að tengjast hvarfi Madeleine McCann, breskrar stúlku sem hvarf úr fjölskyldufríi í Portúgal í maí 2007, er sagður hafa játað aðild sína að hvarfi hennar þar sem hann sat og ræddi við mann á bar í Þýskalandi. 4.6.2020 22:36
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4.6.2020 21:28