Kristín Ólafsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Sænska popp­stjarnan sem lifir venju­legu lífi í Garða­bæ

Sænska hljómsveitin A*Teens, sem fór sigurför um heiminn upp úr aldamótum, kom nýverið saman á Melodifestivalen í Malmö í fyrsta sinn í tuttugu ár. Einn meðlimur sveitarinnar er búsettur á Íslandi með íslenskri konu sinni og börnum - og talar reiprennandi íslensku. Við hittum hann í Garðabænum í Íslandi í dag. 

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Tugir mættu til vinnu í Grindavík í dag þegar atvinnustarfsemi hófst á ný eftir langt hlé. Á sama tíma er Grindavík enn nær alveg vatnslaus en vonir standa til að köldu vatni verði komið á bæinn á morgun. Við ræðum við formann Verkalýðsfélags Grindavíkur í myndveri, sem segir glórulaust að opna bæinn á þessu stigi.

„Galið“ að opna bæinn upp á gátt

Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður fyrir búsetu og atvinnustarfsemi. Hann segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr en í morgun, þegar þau voru boðuð á fund með fulltrúum ráðuneyta. Ekki nema um tíu manns gistu í Grindavík í nótt, fyrstu nóttina eftir að bærinn var opnaður að fullu.

Frétta­maður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um

Nokkur eintök af nýjum sýndarveruleikagleraugum Apple, sem tröllriðið hafa samfélagsmiðlum, eru komin til landsins og verða til sýnis í verslunum Nova. Tæknin sem notuð er til að stjórna gleraugunum er afar framúrstefnuleg, eins og fréttamaður komst að við prófun í dag.

Byltingar­kennd en líka þung, ein­mana­leg og ó­hemju dýr

Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg.

Höfðu strax sam­band við birgjana þegar ostafréttirnar bárust

Mjólkursamsalan hafði strax samband við birgja sína þegar fréttir bárust af því í vikunni að mygluostarnir camembert og brie væru í útrýmingarhættu. Vöruþróunarstjóri telur ostaunnendur ekki þurfa að hafa áhyggjur, ostarnir séu ekki á útleið í bráð - þó að útlit þeirra gæti breyst þegar fram líða stundir.

„Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“

Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. 

Eggjum grýtt og ung­lingar hand­teknir á Austur­velli

Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjöldi Grindvíkinga tæmdi hús sín í dag, þegar íbúar fengu rýmri aðgang að bænum en áður. Einhverjir vonast til að geta snúið aftur á meðan aðrir kvöddu bæinn fyrir fullt og allt í dag. Við heyrum hljóðið í Grindvíkingum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Reiknað er með að um þúsund manns vitji eigna sinna í Grindavík í dag, á fyrsta degi nýs fyrirkomulags við verðmætabjörgun. Íbúi sem vinnur að því að tæma húsið sitt segist ekki treysta sér til þess að búa lengur í Grindavík og kveður samfélagið með miklum trega. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Sjá meira