Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 20:09 Krökkunum var heitt í hamsi á mótmælunum á Austurvelli í dag. Vísir/Arnar Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. Hagskælingar gengu út úr tíma rétt fyrir hálf ellefu í morgun. Mótmælaskiltum var útdeilt og svo var haldið fylktu liði til mótmæla. „Nýja ríkisstjórn strax“ og „Burt með Bjarna Ben“ er á meðal þess sem stóð á skiltum krakkanna. Á sama tíma og krakkarnir gengu til mótmæla á Austurvelli mótmælti fámennur hópur fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var innt eftir stöðu á fjölskyldusameiningum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún segir framkvæmdina velta á því hvort hægt verði að senda fulltrúa íslenskra stjórnvalda til Egyptalands til að aðstoða fólk yfir landamærin. Samtal sé í gangi við Norðurlöndin um slíka aðgerð. Þarf þetta mál ekki að fá skjóta afgreiðslu? „Jú, og það hefur auðvitað verið til umræðu. Það hefur verið rætt hér á vettvangi ríkisstjórnar og ráðherranefnda en það er líka svo að framkvæmdin virðist vera flókin, þannig að það hefur tafið málið.“ Og upp úr klukkan ellefu höfðu Hagskælingar sameinast nemendum úr öðrum skólum fyrir framan Alþingishúsið. Viðtöl við unga mótmælendur og svipmyndir frá deginum má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 6. febrúar 2024 14:33 Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Hagskælingar gengu út úr tíma rétt fyrir hálf ellefu í morgun. Mótmælaskiltum var útdeilt og svo var haldið fylktu liði til mótmæla. „Nýja ríkisstjórn strax“ og „Burt með Bjarna Ben“ er á meðal þess sem stóð á skiltum krakkanna. Á sama tíma og krakkarnir gengu til mótmæla á Austurvelli mótmælti fámennur hópur fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu, þar sem ríkisstjórnarfundur fór fram. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var innt eftir stöðu á fjölskyldusameiningum að loknum ríkisstjórnarfundi. Hún segir framkvæmdina velta á því hvort hægt verði að senda fulltrúa íslenskra stjórnvalda til Egyptalands til að aðstoða fólk yfir landamærin. Samtal sé í gangi við Norðurlöndin um slíka aðgerð. Þarf þetta mál ekki að fá skjóta afgreiðslu? „Jú, og það hefur auðvitað verið til umræðu. Það hefur verið rætt hér á vettvangi ríkisstjórnar og ráðherranefnda en það er líka svo að framkvæmdin virðist vera flókin, þannig að það hefur tafið málið.“ Og upp úr klukkan ellefu höfðu Hagskælingar sameinast nemendum úr öðrum skólum fyrir framan Alþingishúsið. Viðtöl við unga mótmælendur og svipmyndir frá deginum má sjá í kvöldfrétt Stöðvar 2 hér fyrir ofan.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Reykjavík Tengdar fréttir Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 6. febrúar 2024 14:33 Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10 Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Sjá meira
Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. 6. febrúar 2024 14:33
Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10
Gengu út úr tíma í Hagaskóla og fóru í verkfall fyrir Palestínu Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun út úr tíma og fóru í „skólaverkfall fyrir Palestínu“. Krakkarnir vilja að ríkisstjórnin bregðist við og sameini fjölskyldur en lýsa aðgerðinni einnig sem stuðningsyfirlýsingu. 6. febrúar 2024 12:02