Fólk virtist hrætt við að mæta í bæinn Veitingamaður telur að þungvopnaðir lögreglumenn hafi skotið fólki skelk í bringu og það þess vegna forðast að sækja miðborgina síðustu daga. Miðbærinn hafi verið „skelfilega rólegur“ yfir leiðtogafundinn. 17.5.2023 21:26
Vikudvöl á „versta hóteli Bretlandseyja“ Þegar ljóst varð að Eurovision yrði haldið í Liverpool nú í maí sáu markaðsöflin í borginni sér leik á borði. Verð á gistingu var á meðal þess sem rauk upp úr öllu valdi yfir nýliðna Eurovision-helgi og herbergi bókuðust hratt. Fulltrúar Eurovísis lentu þannig á vægast sagt umdeildum gististað í fréttaferð sinni til Liverpool: hinu sögufræga Hótel Adelphi, því ódýrasta sem bauðst í hjarta borgarinnar. 15.5.2023 09:01
Sjáðu langþráðan Eurovision-flutning Daða Freys Daði Freyr Pétursson flutti í fyrsta sinn lag á Eurovision-sviði í kvöld, þrátt fyrir að hafa í tvígang verið valinn fulltrúi Íslands í keppninni. Daði Freyr heillaði áhorfendur á úrslitakvöldi keppninnar í Liverpool með lagi úr smiðju bresku stúlknasveitarinnar Atomic Kitten. 13.5.2023 22:46
Graham Norton kallaði Einar „svifaseinasta strippara heims“ „Hatari er eins og svifaseinasti strippari heims,“ sagði Eurovision-kynnirinn Graham Norton í Liverpool í kvöld, þegar Hatarinn Einar Hrafn Stefánsson hafði kynnt dómnefndarstig okkar Íslendinga í kvöld. 13.5.2023 22:44
Eurovisionvaktin: Sænskur eða finnskur sigur í kvöld? Sigurvegari Eurovision 2023 verður krýndur í Liverpool í kvöld. Allra augu beinast að framlögum Svíþjóðar og Finnlands sem þykja líklegust til sigurs. Eurovisionvaktin fylgist með gangi mála í allt kvöld, beint frá Liverpool. 13.5.2023 17:08
Varð vitni að verstu martröð lýsandans á seinna undankvöldinu Gísli Marteinn Baldursson íslenski lýsandi Eurovision er kominn í stellingar fyrir úrslitin sem fram fara í Liverpool í kvöld. Hann segist enn eiga eftir fáeina góða brandara í handraðanum fyrir kvöldið – og lýsir sannri martröð Eurovision-lýsandans sem kollegi hans hér úti í Liverpool lenti í á seinna undankvöldinu á fimmtudag. 13.5.2023 15:23
Svæsnasta kvöldið í Eurovision-vikunni hingað til? Eurovision-goðsagnirnar Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson létu ekki sitt eftir liggja á Eurovision-vertíðinni sem nú stendur sem hæst í Liverpool. Í kringum þau hefur myndast stór og tryggur aðdáendahópur karlmanna sem þau hlakka til að hitta á hverju ári. Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub, þar sem mesta og svæsnasta Eurovision-djammið fer fram. 12.5.2023 21:01
Fengu drauminn loksins uppfylltan eftir þungbær svik í fyrra Tveir vinir sem sviknir voru um miða á Eurovision í fyrra hafa nú fengið ósk sína uppfyllta, og rúmlega það. Þeir eru mættir til Liverpool með ósvikna miða á úrslitakvöldið á morgun og voru einnig viðstaddir undanúrslitakvöldið á þriðjudag. Viðtal við félagana má horfa á neðar í fréttinni. 12.5.2023 16:09
Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. 11.5.2023 23:30
Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. 11.5.2023 18:02