Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26.1.2020 18:13
Hákarlinn sagður bestur með harðfiski fyrir austan Hann er hluti af þorramatnum og sumir telja hann svo vondan að það þurfi ekkert minna en íslenskt brennivín til að skola honum niður. 24.1.2020 23:00
Loðnuleiðangurinn nýtir glugga í dag til að kanna Vestfjarðamið Loðnuleitarskipin þrjú undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar héldu úr höfn á Ísafirði upp úr klukkan sex í morgun. Dagurinn verður notaður í kapphlaupi áður en næsta bræla skellur á. 24.1.2020 10:05
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22.1.2020 21:36
Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22.1.2020 16:18
Loðnuleiðangurinn á hraðri siglingu í átt til Vestfjarða Hléið sem loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknastofnunar gerði á loðnuleitinni í gær vegna illviðris reyndist mun styttra en búist var við. Skipin þrjú lögðu öll úr höfn frá Akureyri á ný í kringum miðnætti. 21.1.2020 13:07
Telja Grænlendinga hafa fengið mikinn afslátt af Airbus-þotunni Air Greenland er sagt hafa fengið 14 milljarða króna afslátt frá Airbus við kaup á nýju breiðþotunni. Miðað við yfir 32 milljarða króna listaverð evrópska flugvélaframleiðandans þýðir þetta vel yfir fjörutíu prósenta afslátt. 21.1.2020 10:23
Stutt hlé gert á loðnuleitinni meðan stormur gengur yfir Leiðangursstjórinn segir mjög lítið hafa sést af loðnu, aðeins hrafl eða smátorfur á stangli en hvergi neitt verulegt magn. Hann telur að loðnan sé ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg. 20.1.2020 11:10
Sylvi Listhaug úthlutar 69 leyfum til olíuleitar Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Sylvi Listhaug, tilkynnti í vikunni um úthlutun 69 nýrra sérleyfa til leitar og vinnslu olíu í lögsögu Noregs. 19.1.2020 16:15
Grænlendingar kaupa nýja Airbus-breiðþotu Ráðamenn grænlenska flugfélagsins Air Greenland tilkynntu á föstudag um kaup á nýrri breiðþotu af gerðinni Airbus A330-800neo. Þetta er stærsta fjárfesting í sögu félagsins. 19.1.2020 09:34