Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson og Sylvía Hall skrifa 26. janúar 2020 18:13 Frá Keflavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Þetta gerði Veðurstofan síðdegis á sama tíma og Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna landriss og mögulegrar kvikusöfnunar vestan við fjallið Þorbjörn. Svæðið er í aðeins tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvelli landsins. Milli 98 og 99 prósent farþegaflutninga til og frá landinu í fyrra fóru um Keflavíkurflugvöll. „Það að færa litakóða fyrir flug á gult hefur engin áhrif á flugfarþega og veldur ekki röskunum á flugi. Þar er heldur ekki um að ræða að gripið sé til sérstakra aðgerða eða ráðstafana,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. „Við hjá Isavia erum í góðu sambandi við Almannavarnir og Veðurstofuna og fáum upplýsingar þaðan um stöðu mála. Isavia hefur áður brugðist við aðstæðum vegna eldgosa og hefur áætlanir um slíkt sem hefur verið unnið eftir í fyrri eldgosum og sem hafa verið æfðar síðan þá. Komi til þess verða þær virkjaðar. Þetta þýðir aukið eftirlit með eldstöð, sem við fáum upplýsingar um frá Almannavörnum og Veðurstofu, og aukna upplýsingagjöf milli viðbragðsaðila og Isavia. Þá er einnig um að ræða aukna upplýsingagjöf frá Isavia til flugrekenda og þjónustuaðila. Við fylgjumst því vel með þróun mála,“ sagði Guðjón ennfremur. Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga 18.-24. janúar mældar frá gervitungli. Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra.Mynd/Af vef Veðurstofu Íslands. Á vef Veðurstofunnar segir almennt um litakóðann að hann sé í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og gefi flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla. Tilkynningar verði gefnar ef þarf, bæði vegna dvínandi og vaxandi virkni, ásamt lesmáli um eðli óróa eða goss; ekki síst með tilliti til gosmakkar og líklegra áhrifa. Gulur litur kom á Reykjanes klukkan 17.15 á korti Veðurstofunnar yfir virkni íslenskra eldstöðva.Kort/Veðurstofan. Gulur litur merkir að eldstöðin sýni merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Appelsínugulur litur þýðir að eldstöðin sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi, eða að eldgos sé í gangi en með lítilli eða engri öskuframleiðslu. Rauður litur táknar að eldgos sé yfirvofandi eða hafið og líklegt sé að aska berist upp í lofthjúpinn. Eða að eldgos standi yfir og veruleg aska berist upp í andrúmsloftið. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Þetta gerði Veðurstofan síðdegis á sama tíma og Almannavarnir lýstu yfir óvissustigi vegna landriss og mögulegrar kvikusöfnunar vestan við fjallið Þorbjörn. Svæðið er í aðeins tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvelli landsins. Milli 98 og 99 prósent farþegaflutninga til og frá landinu í fyrra fóru um Keflavíkurflugvöll. „Það að færa litakóða fyrir flug á gult hefur engin áhrif á flugfarþega og veldur ekki röskunum á flugi. Þar er heldur ekki um að ræða að gripið sé til sérstakra aðgerða eða ráðstafana,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. „Við hjá Isavia erum í góðu sambandi við Almannavarnir og Veðurstofuna og fáum upplýsingar þaðan um stöðu mála. Isavia hefur áður brugðist við aðstæðum vegna eldgosa og hefur áætlanir um slíkt sem hefur verið unnið eftir í fyrri eldgosum og sem hafa verið æfðar síðan þá. Komi til þess verða þær virkjaðar. Þetta þýðir aukið eftirlit með eldstöð, sem við fáum upplýsingar um frá Almannavörnum og Veðurstofu, og aukna upplýsingagjöf milli viðbragðsaðila og Isavia. Þá er einnig um að ræða aukna upplýsingagjöf frá Isavia til flugrekenda og þjónustuaðila. Við fylgjumst því vel með þróun mála,“ sagði Guðjón ennfremur. Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga 18.-24. janúar mældar frá gervitungli. Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra.Mynd/Af vef Veðurstofu Íslands. Á vef Veðurstofunnar segir almennt um litakóðann að hann sé í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og gefi flugmönnum, almenningi og flugmálayfirvöldum upplýsingar um ástand eldfjalla. Tilkynningar verði gefnar ef þarf, bæði vegna dvínandi og vaxandi virkni, ásamt lesmáli um eðli óróa eða goss; ekki síst með tilliti til gosmakkar og líklegra áhrifa. Gulur litur kom á Reykjanes klukkan 17.15 á korti Veðurstofunnar yfir virkni íslenskra eldstöðva.Kort/Veðurstofan. Gulur litur merkir að eldstöðin sýni merki um virkni, umfram venjulegt ástand. Appelsínugulur litur þýðir að eldstöðin sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi, eða að eldgos sé í gangi en með lítilli eða engri öskuframleiðslu. Rauður litur táknar að eldgos sé yfirvofandi eða hafið og líklegt sé að aska berist upp í lofthjúpinn. Eða að eldgos standi yfir og veruleg aska berist upp í andrúmsloftið.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Fréttir af flugi Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18