Víðtækar gjaldahækkanir ríkis og sveitarfélaga um áramótin Bensín og áfengi, strætó og sundstaðir, Ríkisútvarpið og leikskólagjöld. Þetta er meðal þess sem verður dýrara núna um áramót vegna gjaldahækkana ríkis og sveitarfélaga. 27.12.2019 23:25
Mikil tækifæri framundan á Grænlandi fyrir verktaka Spennandi tímar fara í hönd á Grænlandi með mikilli uppbyggingu. Framkvæmdastjóri Ístaks segir að þar séu framundan stór verkefni, sem fyrirtækið vilji taka þátt í. 26.12.2019 21:38
Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24.12.2019 12:32
Hallgerður langbrók ekki lengur í innanlandsfluginu Air Iceland Connect hefur leigt eina af Bombardier Q400-vélum sínum úr landi, TF-FXB, sem gekk undir heitinu Hallgerður langbrók, og er hún farin til Afríku. 23.12.2019 11:30
Nýr olíumálaráðherra sagði loftlagsumræðu áróðursbragð vinstrimanna Sylvi Listhaug, einn umdeildasti stjórnmálamaður Noregs, er óvænt orðin olíu- og orkumálaráðherra. Listhaug þykir standa yst á hægri væng stjórnmálanna. 21.12.2019 08:02
Forstjóri Icelandair segir að fljótlega þurfi að ákveða arftaka Boeing 757 Icelandair stefnir að ákvörðun um þotukaup fljótlega á nýju ári. Einn möguleikinn sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur. 19.12.2019 21:39
22 ára karlmaður handtekinn vegna morðanna á Grænlandi Lögreglan í Maniitsoq á Grænlandi hefur handtekið 22 ára karlmann og er hann grunaður um að hafa myrt karl og konu, sem fundust látin í íbúð í bænum í fyrrinótt. 19.12.2019 15:34
Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um smíði stærsta skóla Grænlands. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins. 18.12.2019 23:00
Morðingja leitað eftir að karl og kona fundust myrt í Maniitsoq á Grænlandi Tveir einstaklingar fundust myrtir síðastliðna nótt í íbúð í bænum Maniitsoq á Grænlandi. Hin látnu voru karlmaður á sjötugsaldri og liðlega fimmtug kona og höfðu þau verið stungin með hníf. 18.12.2019 18:02
Hættir við hótel í hjarta Nuuk vegna mótmæla Aðaleigandi Icelandair Hotels, malasíska hótelkeðjan Berjaya Corporation Berhad, hefur fallið frá áformum sínum um að reisa lúxushótel víð Nýlenduhöfn í Nuuk. Ástæðan er hávær mótmæli gegn staðsetningunni. 18.12.2019 16:38