Geta ekki lofað sömu heilbrigðisþjónustu um allt land Innviðaráðherra segir ekki er hægt að lofa sömu heilbrigðisþjónustu um allt land. Sveitarstjóri Langanesbyggðar telur íbúa þar búa við skerta þjónustu sem geti ógnað öryggi þeirra. 21.3.2022 19:12
Andlát tveggja ára stúlku: Nokkur dæmi þess að tæpt hafi staðið Íbúar á landsbyggðinni búa við skerta þjónustu og það er stjórnvalda að tryggja að öryggi þeirra sé ekki ógnað. Þetta segir sveitastjóri Langanesbyggðar í Norður-Þingeyjarsýslu en hann kallar eftir því að stjórnvöld tryggi betri heilbrigðisþjónustu á svæðinu eftir að tveggja ára stúlka lést þar vegna Covid-19. 21.3.2022 12:33
Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20.3.2022 19:00
Tveggja ára stúlka lést fimm klukkustundum eftir að hjúkrunarfræðingur skoðaði hana Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn í Langanesbyggð í Norður-Þingeyjarsýslu og telja læknisþjónustu sem margir á landsbyggðinni búa við óásættanlega. 20.3.2022 16:00
Flensan farin á flug Inflúensan hefur látið á sér kræla undanfarið og er farin að greinast í auknum mæli hér á landi. Hún hefur meðal annars áhrif á starfsemi Landspítalans þar sem staðan er erfið fyrir. 17.3.2022 23:01
Tæplega sextíu manns nú þegar í lyfjameðferð eftir blóðskimunarátak Á fjórða þúsund manns hefur greinst með forstig mergæxlis í íslenskri rannsókn. Evrópska rannsóknarráðið hefur ákveðið að styrkja verkefnið um nærri þrjú hundruð millljónir króna til að hægt sé að halda því áfram. 17.3.2022 12:00
Mörg börn töluvert veik vegna Covid-19 Mikið álag hefur verið á heilsugæslustöðvum landsins, enda hafa tugþúsundir Íslendinga greinst með kórónuveiruna síðustu vikur. Margir eru nokkuð veikir og sér í lagi ung börn sem ekki eru bólusett sökum aldurs. 16.3.2022 20:45
Umhleypingar koma ferðamönnum á óvart Björgunarsveitir hafa í tvígang þurft að sækja erlenda ferðamenn á hálendið við erfiðar aðstæður á rúmri viku. Björgunarsveitarmaður segir langt síðan að björgunarsveitir hafi upplifað jafn annasama tíð og undanfarið. 15.3.2022 21:02
„Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. 15.3.2022 18:31
„Hryllingur að þetta sé að gerast 2022“ Mikið mæðir á sjálfboðaliðum við landamæri Póllands og Úkraínu sem taka á hverjum degi á móti þúsundum flóttafólks. 8.3.2022 18:31