Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Eldur í blokk við Ljósheima

Eldur var laus í íbúð við Ljósheima í Reykjavík. Slökkvilið var kallað út 19 mínútur yfir 12 í dag og er enn vinna á vettvangi. Samkvæmt uplýsingum frá vakthafandi varðstjóra, Steinþóri Darra Þorsteinssyni, er ekki vitað til þess að neinn hafi slasast. 

Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi

Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Gul viðvörun tók gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og fólk hvatt til að halda sig heima.

Kvartanir mannsins um ómannúð­lega með­ferð áður til skoðunar hjá NEL

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir kvartanir manns til Nefndar um eftirlit með lögreglu, NEL, áður hafa verið til meðferðar hjá nefndinni án athugasemda hennar. Fjallað var um mál mannsins í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ekki er fjallað um það í yfirlýsingu embættisins hvort kvartanir mannsins séu á rökum reistar en þó tekið fram að embættið hafi ekki skilað sínum athugasemdum til NEL.

Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælis­leit­enda sem vísað var frá Ís­landi

Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum hefur skráð kvörtun karlmanns á þrítugsaldri, frá Kamerún, sem vísað var frá Íslandi í upphafi þessa árs á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Manninum var vísað til Möltu þar sem stjórnvöld áttu að taka umsókn hans um vernd til meðferðar. Manninum var vísað aftur til heimalands síns þremur dögum eftir komu til Möltu og sætti þar, samkvæmt lögmanni hans, pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Maðurinn fer nú huldu höfði í Kamerún.

Erfitt að segja til um við­brögð við nýjum far­aldri miðað við Covid-viðbrögð

Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að sjá fyrir hvort hægt er að gera upp Covid-heimsfaraldur fyllilega og áhrif faraldursins á samfélagið allt. Hann segir viðbrögðin hafa tekið mið af útliti veirunnar þegar faraldurinn var í gangi og að þau hefðu ekki getað verið öðruvísi á þeim tíma. Aðgerðir hafi tekið mið af góðum gögnum. 

Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti

Löng röð er að Gúmmívinnustofunni í Skipholti til að komast í dekkjaskipti. Norbert, starfsmaður verkstæðisins, segir líklega um þriggja klukkustunda bið. Hann segir mjög mikið hafa verið að gera í síðustu viku en ekki eins og í dag.

Um 140 um­sækj­endur um al­þjóð­lega vernd týndir og eftirlýstir

Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið neitun og á að vísa úr landi eru týndir og eftirlýstir. Þeim hefur fjölgað verulega sem er fylgt úr landi og þeim sem fara sjálf. Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, segir flesta sem er vísað frá landi skilja að þau séu komin á endastöð. Fæst séu sátt, en flest skilji stöðu sína.

Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað veru­lega

Ríkið hefur síðustu níu ár greitt rúman 1,5 milljarð í bætur til þolenda ofbeldisbrota. Í fyrra greiddi ríkið um 239 milljónir í bætur til þolenda. Alls berast bótanefnd um 500 umsóknir á ári. Líkamsárásir og kynferðisbrot eru algengustu brotaflokkarnir. 

Senni­legt að á­stand Þingvallavegar hafi haft á­hrif á að­draganda banaslyss

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Vegagerðar að endurskoða hálkuvarnir á Þingvallavegi með tilliti til vegarkaflans við Álftavatn og að Vegagerðin geri öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn. Það gerir nefndin í skýrslu um banaslys á Þingvallavegi í febrúar á þessu ári. Karlmaður á fimmtugsaldri lést í slysinu. Skýrsla rannsóknarnefndar var birt í dag.

Sjá meira