Fréttamaður

Lovísa Arnardóttir

Lovísa er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Mikil­vægt að vita hvar og hvernig réttar upp­lýsingar fást í krísuástandi

Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir Ísland standa ágætlega gagnvart því að sæstrengur rofni eða hér verði allsherjar rafmagnsleysi. Mikilvægt sé fyrir almenning að vita, við slíkar aðstæður, hvar þau fái réttar upplýsingar og hvernig þau fái þær. Mælt er með að eiga útvarp með FM sendi.

Jón Gnarr birtir sönnunar­gagn A um ADHD

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur ótal sinnum talað um áhrif þess að vera með athyglisbrest og ADHD. Í dag birti hann svo á samfélagsmiðli sínum mynd sem kjarnar, að hans mati, hans eigið ADHD.

Lauf Cycles lýkur tæp­lega 500 milljóna króna fjár­mögnun

Hjólaframleiðandinn Lauf Cycles hefur lokið tæplega 500 milljón króna fjármögnunarlotu. Í tilkynningu segir að um sé að ræða mikilvægt skref fyrirtækisins. Þar kemur einnig fram að nýta eigi fjármagnið til að efla frekari vöruþróun, styðja við sókn á alþjóðamarkaði og auka framleiðslugetu.

„Við þrífumst ekki til lengdar ein“

Hjónin Líney Úlfarsdóttir og Svavar Knútur Kristinsson hafa síðustu mánuði flakkað um landið til að ræða félagslega einangrun við fólk. Með heimsóknum sínum vilja þau ná til fólks og vekja það til vitundar um áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar auk þess sem þau gefa ráð um hvernig sé hægt að ná til fólks sem hefur einangrað sig.

Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta árs­fjórðungi

Forstjóri Emblu Medical, áður Össur, segir óvissu vegna tolla en að þörfin fyrir hjálpartæki verði áfram mikil. Hagnaður jókst miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og má rekja góðan rekstrarhagnað, samkvæmt tilkynningu, til  aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri.

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Ís­landi

Gunnar Torfason, framkvæmdastjóri Tjaldtanga ehf., gerir ráð fyrir því að hrefnuveiðar hefjist í sumar og standi fram á haust. Gunnar gerir út frá Ísafjarðarbæ en samkvæmt hvalveiðileyfi hans má hann veiða við strendur Íslands. Alls starfa fjórir á skip hans Halldóri Sigurðssyni ÍS.

Nýtt met slegið í fjölda giftinga

Af þeim 5.546 einstaklingum sem stofnuðu til hjúskapar í þjóðskrá árið 2024 gengu 48,8 prósent í hjúskap hjá Sýslumönnum, 31,2 prósent hjá Þjóðkirkjunni, 10,3 prósent hjá öðrum trú- og lífsskoðunarfélögum og 9,7 prósent erlendis. Frá þessu er greint á vef Þjóðskrár.

Vill þyngri refsingar fyrir al­var­leg kyn­ferðis­brot

Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn á sviði miðlægrar deildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, telur að refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot eigi að vera þyngri. Þá telur hann að bæði lögregla og pólitík eigi að taka betur tillit til öryggistilfinningar almennings. Mikilvægt sé að gæta að rétti grunaðra en á sama tíma þurfi að taka vel utan um þolendur.

Öku­maðurinn í Vancouver á­kærður fyrir mann­dráp

Kai-Ji Adam Lo, þrítugur karlmaður, hefur verið ákærður fyrir að drepa átta manns þegar hann ók bíl inn í hóp fólks á laugardag á götuhátíð í kanadísku borginni Vancouver um helgina. Ellefu eru látin og tugir slösuð.

Sjá meira