Bæjarstjóri áhyggjufullur yfir fyrsta viðbragði Bæjarstjóri Hornafjarðar hefur miklar áhyggjur af öryggisinnviðum í sveitarfélaginu þegar ferðamenn eru annars vegar. Hann segir að fyrsta viðbragð eins og heilbrigðiskerfið og löggæsla hafa ekki fylgt mikilli fjölgun ferðamanna í sveitarfélaginu. 24.9.2023 15:03
Með sitt eigið gróðurhús á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku Heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði ræður sér ekki af kæti eftir að þau fengu gróðurhús við heimilið þar sem þau ræktar allskonar gómsætt grænmeti. 24.9.2023 09:31
Íbúum Snæfellsbæjar fjölgar smátt og smátt Íbúum Snæfellsbæjar er smátt og smátt að fjölga en vandamálið þar eins og svo víða í öðrum sveitarfélögum úti á landi er vöntun á húsnæði fyrir nýja íbúa. Þá hefur fjöldi ferðamanna í Snæfellsbæ sjaldan eða aldrei verið eins mikill og í sumar og haust. 23.9.2023 13:30
Rækta níu tegundir af grænmeti í Þingeyjarsveit Þeir garðyrkjubændur, sem eru með útiræktað grænmeti keppast nú við að taka grænmetið upp áður en það fer að frysta. Á bænum Vallakoti í Þingeyjarsveit eru ungir bændur að rækta níu tegundir af grænmeti með góðum árangri. 22.9.2023 08:31
Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. 20.9.2023 20:06
Magnaður listamaður í Ólafsvík Þrátt fyrir að Vagn Ingólfsson í Ólafsvík sé alveg ólærður þegar kemur að því að skapa listaverk úr tré þá hefur hann náð ótrúlegri færni í listsköpun sinni. 18.9.2023 20:31
Ráðstefnubærinn Siglufjörður – líf og störf heimamanna fylgir með Um hundrað manna ráðstefna Evrópsku Kítinsamtakanna, „EUCHIS 2023“ fór fram á Siglufirði í síðustu viku dagana 11. til 14. september. Samtökin eru leiðandi á heimsvísu í kítíniðnaðnum og sóttu rúmlega hundrað vísindamenn og fólk úr nýsköpunargeiranum vítt og breitt um heiminn ráðstefnuna, sem þótti takast einstaklega vel. 18.9.2023 11:30
Já sæll, fimm tvíburapör í sama bekknum á Sauðárkróki Það er ótrúlegt en dagsatt en í fyrsta bekk í Árskóla á Sauðárkróki eru fimm pör af tvíburum, þar af tvö eineggja. Í bekknum eru fjörutíu og fjórir nemendur. 17.9.2023 20:31
Átján störf fylgja varðskipinu Freyju á Siglufirði Mikil ánægja er á meðal íbúa á Siglufirði að varðskipið Freyja sé þar með heimahöfn því það tryggir átján störf á svæðinu. Þá segir bæjarstjórinn að það sé mjög mikilvægt að varðskip skuli eiga heimahöfn úti á landi, ekki bara í Reykjavík. 17.9.2023 13:30
Bíður eftir því að eiginmaðurinn breytist í býflugu Þeim sem rækta býflugur hér á landi fer alltaf fjölgandi en ræktunin þykir mjög skemmtileg og áhugaverð, svo ekki sé minnst á allt hunangið, sem bændurnir fá frá flugunum. 16.9.2023 20:31