Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. nóvember 2024 20:06 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brauðtertur með skinkusalati, mútur og brjálaðir verkfræðingar voru meðal annars til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar, sem fór fram á Selfossi. Haustfundurinn, sem haldinn var á Hótel Selfossi í vikunni var mjög fjölsóttur en fjögur fróðleg erindi voru haldin á fundinum, auk þess sem nokkrir gestir mættu í sófaspjall. Fundarstjóri dagsins, Úlfar Linnet byrjaði á því að tala um brauðtertur en fundurinn var í beinu streymi. „Ég veit að þið hefðuð viljað vera með okkur hér í dag og þess vegna er sérstaklega sárt að þurfa að færa ykkur þær slæmu fregnir að þið munið missa af brauðtertu með skinkusalati, sem verður borin fram hérna á eftir. Nú spyr sjálfsagt einhver af hverju þetta var ekki auglýst en það var vegna þess að Ölfusárbrúin er gömul og hefði ekki ráðið við umferðina,” sagði Úlfar og uppskar mikinn hlátur. Úlfar Linnet, forstöðumaður Orkumiðlunar hjá Landsvirkjun, sem var fundarstjóri dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo kom fram spurning í sófaspjalli um mútur til Landsvirkjunar í starfi og stuðningi fyrirtækisins til samfélagsins, hvort slíkt væri í gangi eða ekki? „Já, ég get bara byrjað til að taka allan vafa um það ef að spurning er hvort Landsvirkjun greiði mútur eða beri fé á fólk þá gerum við það ekki. Við erum bara fyrirtæki eins og hvert annað fyrirtæki. Við höfum okkar eiganda og skilum okkar arði til hans,” sagði Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, sem svaraði spurningunni um mútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásbjörg Kristinsdóttir hjá Landsvirkjun sagði frá mörgum spennandi verkefnum hjá fyrirtækinu í dag og næstu árin og nefndi í því sambandi brjálaða verkfræðinga „Það er sannarlega magnað fyrir okkur brjáluðu verkfræðingana, áhugafólk um framkvæmdir að upplifa þessa tíma,” sagði Ásbjörg meðal annars. Ásbjörg Kristinsdóttir framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, sem nefndi brjáluðu verkfræðingana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Brauðterturnar slógu heldur betur í gegn hjá fundarmönnum á haustfundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingarnir Guðjón Sigfússon og Arna Ýr Gunnarsdóttir, sem sóttu haustfund Landsvirkjunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra ávarpaði fundinn og sat fyrir svörum í sófaspjalli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Landsvirkjun Brauðtertur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Haustfundurinn, sem haldinn var á Hótel Selfossi í vikunni var mjög fjölsóttur en fjögur fróðleg erindi voru haldin á fundinum, auk þess sem nokkrir gestir mættu í sófaspjall. Fundarstjóri dagsins, Úlfar Linnet byrjaði á því að tala um brauðtertur en fundurinn var í beinu streymi. „Ég veit að þið hefðuð viljað vera með okkur hér í dag og þess vegna er sérstaklega sárt að þurfa að færa ykkur þær slæmu fregnir að þið munið missa af brauðtertu með skinkusalati, sem verður borin fram hérna á eftir. Nú spyr sjálfsagt einhver af hverju þetta var ekki auglýst en það var vegna þess að Ölfusárbrúin er gömul og hefði ekki ráðið við umferðina,” sagði Úlfar og uppskar mikinn hlátur. Úlfar Linnet, forstöðumaður Orkumiðlunar hjá Landsvirkjun, sem var fundarstjóri dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo kom fram spurning í sófaspjalli um mútur til Landsvirkjunar í starfi og stuðningi fyrirtækisins til samfélagsins, hvort slíkt væri í gangi eða ekki? „Já, ég get bara byrjað til að taka allan vafa um það ef að spurning er hvort Landsvirkjun greiði mútur eða beri fé á fólk þá gerum við það ekki. Við erum bara fyrirtæki eins og hvert annað fyrirtæki. Við höfum okkar eiganda og skilum okkar arði til hans,” sagði Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun, sem svaraði spurningunni um mútur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásbjörg Kristinsdóttir hjá Landsvirkjun sagði frá mörgum spennandi verkefnum hjá fyrirtækinu í dag og næstu árin og nefndi í því sambandi brjálaða verkfræðinga „Það er sannarlega magnað fyrir okkur brjáluðu verkfræðingana, áhugafólk um framkvæmdir að upplifa þessa tíma,” sagði Ásbjörg meðal annars. Ásbjörg Kristinsdóttir framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, sem nefndi brjáluðu verkfræðingana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Brauðterturnar slógu heldur betur í gegn hjá fundarmönnum á haustfundinum á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Selfyssingarnir Guðjón Sigfússon og Arna Ýr Gunnarsdóttir, sem sóttu haustfund Landsvirkjunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra ávarpaði fundinn og sat fyrir svörum í sófaspjalli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Landsvirkjun Brauðtertur Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira